Saga - 2014, Qupperneq 69
lífsreynslu í bíómynd eða á safni geti orðið að eigin minningu þess
sem skoðar — viðbótarminningu — og vilja frekar kenna hana við
samhygð (e. empathy) og þekkingu. Hugtakanotkun og boðskapur
Landsberg er ekki alltaf ljós: er það kappsmál hennar að vitneskja
og gildi (sem kalla má menningarminningu) fjölskyldu eða annars
samfélagshóps berist áfram með nýjum miðlum vegna þess að
kynslóðakeðjan rofnaði, er hún að boða þjóðfélagsfrelsun (sem örlar
á í riti hennar) eða fyrst og fremst að sýna hvernig einstaklingurinn
tileinkar sér minningar?
ekki er ástæða til að kæfa nýjar hugmyndir þó að þær séu ófull-
burða og að einhverju leyti ósamkvæmar sjálfum sér. Hugmyndin
um „viðbótarminningu“ virðist byltingarkennd en einstakir drættir
hennar hafa lengi verið til. Ljóst er að reynslu og minningu má
miðla og taka á móti þannig að sú reynsla og minning verði sem
eigin eign og megi þess vegna kallast viðbótarminning. Þessu lýsti
sagnfræðingur sem fjallaði um og gagnrýndi hugmyndir Landsberg
í hinu róttæka tímariti Rethinking History:
Hugmyndir Landsberg gera ráð fyrir því að rof hafi myndast í
miðlun milli kynslóða og þar komi nútímafjölmiðlun í staðinn.
Sjötíu árum fyrr lýsti Maurice Halbwachs minningum sem gengu
milli kynslóða. kynslóðir eiga allajafna í samspili um minningar og
viðhorf. Lífsskoðanir kynslóðar smitast til einstaklinganna, sem
bregðast við, vinsa úr og umbreyta. Þetta „útvíkkaða“ einstaklings-
minni hafa margir kallað félagsminni (e. social memory, þ. soziales
Gedächtnis). Margir kannast við það úr hversdagslífinu að yngri
systkinum finnst að þau hafi lifað atburði, sem þau hafa heyrt mikið
um, þó að þeir hafi gerst fyrir þeirra tíð. Þannig orðar sextán ára
minning sem félagslegt fyrirbæri 67
Heili okkar mannanna býr yfir
hæfileika til að kóða hugsanir,
tilfinningar, minningar og
reynslu og miðla á viðráðan -
legu formi, taka við sendingum
frá öðrum í líkama okkar, af -
kóða þær og láta þær breyta
okkur á áþreifanlegan og til-
finningalegan hátt. Þetta ein -
stæða ferli er hin upphaflega
„minnisuppbót“.
our brains are equipped to
encode our thoughts, feelings,
memories, and experiences, to
transmit the encodings in tangi-
ble forms, to receive into our
bodies the transmissions of oth-
ers, to decode them, and to be
physically and emotionally
changed by them. This extraor-
dinary process constitutes the
original prosthesis.20
20 James Berger, „Which Prosthetic?“, bls. 603.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 67