Saga


Saga - 2014, Side 77

Saga - 2014, Side 77
ungis til í svipbrigðum og venjum, skrifaði Nora, handbrögðum, ósjálfráðum viðbrögðum og öðru ámóta, en sú minning sem sagan hefur umturnað er sjálfráð og ákveðin, stunduð af skyldu en ekki sjálfsprottin, einstaklingsbundin en ekki sameiginleg og umlykjandi. Minning nútímamanna er í fyrsta lagi orðin skjalfærð (e. archival), segir Pierre Nora, við sækjum hana í skjöl og við geymum allt, fyll- um geymslur af milljónum skjala til að varðveita alls konar minn- ingar, tökum viðtöl við fólk í tilgangsleysi í nafni munnlegrar sögu. Hún er í öðru lagi orðin einkamál, varðar sjálf og sálarlíf einstak- lingsins en umlykur ekki hópinn. Í þriðja lagi er minningin orðin firrt, segir Nora. Hún er ekki samfellt flæði frá fortíð til nútíðar held- ur afskorin og fjarlæg þó að við tökum hana traustataki og reynum að endurskapa fortíðina.38 Hér kveður við svipaðan tón og Alison Landsberg tók upp síðar (sjá kaflann um einstaklingsminni), með lýsingum á rofi, upplausn og firringu (sem ráða átti bót á), og eru þau ekki ein um slíka dóma. Tilhneigingin er sú að sjá sinn eigin líftíma sem þáttaskil og horfa þá fram hjá því að hliðstæðar viðhorfsbreytingar hafa stundum gerst löngu fyrr. Þetta á við um tengslin — og stundum átökin — milli minninga og sögu. Paul Ricœur minnti í bók sinni um minningu, sögu og gleymsku á samtal Sókratesar í riti Platons, Fædros, þar sem fjallað er um tilkomu skriftarinnar (letursins) sem má sjá sem eins konar hliðstæðu við hina köldu hönd sagnfræðinnar í meðförum Nora. Andstæðan milli hins lifandi talaða orðs og ritsins samsvarar að mörgu leyti móthverfunni milli sagnfræði/sögu og minninga. Skriftin, táknið, gjöf guðanna, hjálpar fólki ekki að muna, segir Sókrates, heldur dregur úr því þróttinn vegna þess að það treystir á ritin, á tæknina. Hið ytra tekur yfirhöndina af hinu innra. Skrifaði vitnisburðurinn eða skrifaða ræðan, skjalið, er ekki lengur með ákveðinn veitanda og ætlað ákveðnum viðtakanda heldur „mun aðar - laust“ í höndum hvers sem er. Ritið getur engu svarað og ekki heldur þagað. Það er í besta falli eftirmynd þess sem ritað er í sálina.39 Hjá Platon, Nora og ýmsum fleirum heyrist saknaðartónn yfir minningunni sem einhverju upprunalegu og saklausu sem sé á för- um þegar við tekur hið tæknilega og ópersónulega. Platon hóf þessa tölu um tengsl tækni og minnis og hún hefur bergmálað gegnum aldirnar. minning sem félagslegt fyrirbæri 75 38 Pierre Nora, „General Introduction“, bls. 5–14. 39 Paul Ricœur, La mémoire, l’histoire, l’oubli, bls. 175–180 og 212–213. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.