Saga - 2014, Blaðsíða 80
greina tengslin þar á milli varpaði Winter fram hugtakinu „söguleg
endurminning“ (e. historical remembrance). Meginrannsóknarsvið
hans er fyrri heimsstyrjöldin og hugtakið varð til í því samhengi. Í
því felst áhersla á félagslegar og allajafna formlegar minningarat-
hafnir. Söguleg endurminning sækir efnivið bæði í skjalfærðar frá-
sagnir og munnlegar sögur þeirra sem lifðu atburðina. Hugtakið
tekur tillit til gerendanna, sjálfverunnar, og sér minningu og sögu
ekki sem nafnlausan straum. Sagnfræðingar taka þátt í þessari starf-
semi en eru þó í minnihluta.43
Jay Winter kemur einnig fram með sögulega flokkun minninga-
starfseminnar en með öðrum áherslum en Aleida Assmann. Hann
greinir tvö vaxtarskeið minninga (e. memory boom), annað um og
eftir aldamótin 1900 með forvígismönnum á borð við Sigmund Freud
en Henri Bergson og Maurice Halbwachs bættust síðar í þennan hóp.
Þá var fyrri heimsstyrjöldin afstaðin en hún hleypti af stað miklu flóði
erfiðra minninga sem urðu að fá útrás og stungu í stúf við margar
opinberar hetjusögur stríðsins. en minningaflóðinu var einnig stýrt af
opinberum öflum og minningarnar snerust þá að mestu leyti um
þjóðina og afrek hennar og þær voru styrktar með minnisvörðum og
hátíðahöldum. Miklir hörmungatímar kalla á miklar minningar og
hjá þeim sem lenda í þeim miðjum eru þær erfiðar áfallaminningar.
Þær fengu heitið „shell shock“ eftir sprengjugný fyrri heimsstyrjaldar.
eftir seinni heimsstyrjöld kom ný bylgja og lengi vel fór hún í farveg
hetjusagna, einkum af andspyrnu því slíkar sögur hentuðu best til að
byggja upp úr niðurlægingunni, segir Winter. Þessar minningar urðu
þó engin flóðbylgja því flestir þögðu um það sem yfirgnæfandi var:
ósigra, svik, misþyrmingar og útrýmingu.
Sú þögn var ekki rofin fyrr en á áttunda áratugnum og síðan hef-
ur ekki orðið lát á meðan vitni eru á lífi, segir Winter. Sem dæmi
nefnir hann að minningar Ítalans Primo Levi um vist í Auschwitz,
Se questo è un uomo (ef þetta er maður) komu út árið 1947 en bókin
vakti ekki heimsathygli fyrr en eftir 1970 og nú hefur hún verið
þýdd á fjölmargar tungur.44 vitnisburðurinn um útrýmingu gyð -
þorsteinn helgason78
43 Jay Winter, Remember War. The Great War between Memory and History in the
Twentieth Century. (New Haven: yale University Press 2006), bls. 91–1.
44 Álfrún Gunnlaugsdóttir gerir ítarlega grein fyrir þessu riti Primo Levi og ber
saman við tvær aðrar frásagnir af vist í útrýmingarbúðum, „Í návist dauðans.
Frá sagnir þriggja manna af dvöl sinni í fangabúðum nazista“, Ritið 3:3 (2003),
bls. 9–52.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 78