Saga - 2014, Page 81
inga, helförina, komst ekki í hámæli fyrr en um þetta leyti. Þessi
vitnisburður var siðrænn og fordæmandi að innihaldi og var sam-
fara réttarhöldum víða um lönd. Í Frakklandi viku hetjusögur af
andspyrnuhreyfingunni og de Gaulle fyrir minningum um framsal
gyðinga í útrýmingarbúðir á dögum vichy-stjórnarinnar og talað
var um vichy-heilkennið. Helfararminningar virtust sprengja ramma
um vitrænar frásagnir sem hægt væri að hemja innan ramma hugs-
unar sem hefur upplýsingu, þjóðernishyggju og nývæðingu að
kjarna. Minningarnar slíta sundur heildstæða og línulega sagnfræði,
verða uppreisn og and-saga, segir Jay Winter.45
eins og sjá má leggur Jay Winter áherslu á þjóðfélagsleg og póli-
tísk einkenni og afl sameiginlegra minninga. Hann lýsir vel því
hvernig þar geta orðið sviptingar, bæði vegna pólitískra hræringa
og virkjunar í grasrótinni. vísindalega sagnaritunin getur ýmist
farið á undan eða látið hrífast með straumnum. ofuráhersla Winters
á minningarathafnir takmarkar athuganir hans en á móti kemur
smitandi kraftur í röksemdafærslunni.
Á Norðurlöndum hefur einnig átt sér stað endurskoðun minn-
inga og sagnaritunar um hamfarir seinni heimsstyrjaldar og á svip -
uðum tíma og Jay Winter greinir frá. Hetjusögur af andspyrnu eða
hlutleysi (Svíþjóð) viku fyrir lýsingum á samkrulli við hernámslið,
svikum og flækjum. Misjafnt var hverjir voru leiðandi í uppgjörinu,
sagnfræðingar og aðrir fræðimenn, fjölmiðlar og einstakir gagn -
rýnendur eða almannaraddir.46 Guðmundur Hálfdanar son sagn -
fræð ingur vill setja Ísland innan sviga í þessu uppgjöri seinni
heims styrjaldar því slíkt uppgjör hafi ekki átt sér stað hér á landi.
Meginástæðuna telur hann vera að hin sterku erlendu áhrif á styrj-
aldarárunum samræmist ekki þeirri frásagnarstefnu sem ríkjandi
hefur verið á Íslandi, „the general storyline of the Icelandic national
narrative“.47
Þetta hugtak er nálægt því að vera samheiti við sameiginlegar
minningar (og sértegundir innan þeirra: þjóðminningar) og á því
sviði hefur Guðmundur verið brautryðjandi á Íslandi. Á allra
minning sem félagslegt fyrirbæri 79
45 Jay Winter, Remember War, bls. 19–36.
46 Nordic Narratives of the Second World War. National Historiographies Revisited.
Ritstj. Henrik Stenius, Mirja Österberg og Johan Östling (Lund: Nordic Aca -
demic Press 2011).
47 Guðmundur Hálfdanarson, „“The Beloved War“. The Second World War and
the Icelandic National Narrative“, bls. 79–100.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 79