Saga - 2014, Síða 83
Þessa aðferð og afstöðu kallar Sigurður „einvæðingu sögunnar“ og
hefur boðað hana sem leið innan einsögunnar.53 Jafnframt greinir
hann sig frá þeim sem ganga valdinu á hönd í þeirri trú „að þeir
muni öðlast áhrif og völd ef þeir skrifa kennslubækur, yfirlitsrit
eða taka þátt á einhvern annan hátt í að móta hið sögulega
minni“.54
Páll Björnsson sagnfræðingur hefur fengist við minningarsjónar-
hornið í verkum sínum, eins og nefnt verður síðar þegar þjóðminn-
ing verður tekin til umræðu. Árið 2011, á 200 ára afmæli Jóns Sig -
urðs sonar, kom út mikið verk frá hendi Páls sem fjallaði um minn-
ingu þjóðhetjunnar frá andláti hans til útgáfuárs bókarinnar.55 Hann
greinir frá einstaklingsminningu þeirra sem þekktu Jón og samspili
hennar við sameiginlega minningu sem myndast og mótast í hóp -
um og meðal þjóðarinnar, er sveigð og löguð að hagsmunum, hug-
sjónum og löngunum þeirra sem þar koma að verki. verk Páls er
ekki sameiginleg minning þjóðarinnar eða einstakra hópa, svo sem
sagnfræðinga, heldur sagnfræðileg umfjöllun um sameiginlega
minningu. Jafnframt getur bók hans haft áhrif á sameiginlegu minn-
inguna. Þau áhrif geta þó verið af mismunandi tagi og ekki allt fyrir -
sjáanlegt í þeim efnum. Í bókinni er ímynd Jóns forseta afbyggð og
sundurgreind, stundum á írónískan hátt. Jafnframt er bókin í veg-
legri og vandaðri útgáfu með fjölda litmynda, útgefin af virðulegu
félagi með styrk frá „Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar“ á afmælisári
þjóðhetjunnar. Áhrif hennar geta því hugsanlega orðið þau að styrkja
ímynd og vægi Jóns Sigurðssonar í sameiginlegri minningu þjóðar-
innar.
Íslenskir bókmenntafræðingar hafa nýtt sér hugtök og hug-
myndir úr minningafræðum á seinni árum. Þar hafa Gunnþórunn
Guðmundsdóttir og Daisy Neijmann verið framarlega í flokki og
ritstýrðu m.a. sérhefti Ritsins um minni og gleymsku árið 2013.
Daisey hefur sýnt að sameiginleg minning Íslendinga um „blessað
stríðið“ sé ekki einróma heldur megi finna annars konar minningar,
önnur kynjasjónarmið og aðra frásögn en þá sem mest var haldið á
minning sem félagslegt fyrirbæri 81
53 Sigurður Gylfi Magnússon, „The Singularization of History. Social History and
Microhistory within the Postmodern State of knowledge“, Journal of Social
History 36:3 (2003), bls. 701–735.
54 Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur. Minni, minningar og saga, bls. 197.
55 Páll Björnsson, Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar
(Reykjavík: Sögufélag 2011).
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 81