Saga - 2014, Side 93
sett inn í söguna af björgun skipbrotsmannanna. Það er alveg á
mörkunum að við samþykkjum að það hafi verið óvenjulegt merki
um „stórmennsku ok drengskap“ að bjarga mönnum af skipsflaki
úti á rúmsjó. Í Grænlendinga sögu eru ekki þessi lofsyrði um fram-
komu Leifs við björgunina. en í lok kaflans á undan segir, án sýni-
legs tilefnis: „Leifr var mikill maðr ok sterkr, manna skǫruligastr at
sjá, vitr maðr ok góðr hófsmaðr um alla hluti.“10 Án þess að ég hafi
nokkra ástæðu til að gera lítið úr mannkostum Leifs dettur mér í
hug að hér gæti viðleitni til að byggja undir höfðingjastöðu Bratta -
hlíðarmanna á Grænlandi, og hafi Leifur þótt betur fallinn til slíks
en eiríkur faðir hans af því að eiríki fylgdu sagnir af þrálátum
erjum hans á Íslandi áður en hann fluttist til Grænlands.11 en hepp-
inn er einkum sá sem fær meiri og betri hlut í lífinu en hæfileikar
eins og styrkur, vit og hófsemi geta skýrt. Því má segja að það hafi
verið öfugmæli að kalla Leif heppinn.
Getur þá verið að orðið heppinn hafi haft aðra merkingu að fornu
en það hefur í íslensku nú, að það hafi getað vísað til þess sem færði
öðrum höpp, var happaveitull fremur en happasæll? Hlið stæð merk -
ing lýsingarorða með endinguna -nn í nefnifalli karlkyns, um ein-
hvern sem hefur tilhneigingu til að koma einhvern veginn fram við
aðra eða valda þeim einhverju, er algeng í fornu norrænu máli. Ég
leitaði, í gegnum véltækt eintak af fornmálsorðabók Johans Fritzner,
að uppflettiorðum með endingunni inn og fann í einni umferð þessi
orð: áfenginn, afskiptinn, áhleypinn, áhlýðinn, áleitinn, bellinn, (orð)bœg-
inn, bölfenginn, eirinn, fastheitinn, fjölræðinn, framfærinn, fréttinn,
frændrækinn, fylginn, fælinn, gárfenginn, gefinn, gestrisinn, geyminn,
glettinn, glíminn, glæpinn, (orð) gætinn, harðsnú inn, heiptfenginn, hlut-
deilinn, (orð)hittinn, hlýðinn, hræð inn, hugleikinn, hæðinn, hæfinn, hæl-
inn, leiðinn, (harð)leikinn, lyginn, málræðinn, málrætinn, margbreytinn,
mótsnúinn, níðskældinn, ráðleitinn, reiðinn, sakgæfinn, skefinn, skilinn,
sníkinn, stikkinn, stirfinn, tilfyndinn, tilleitinn, viðfellinn, vífinn, væginn,
ýfinn.12 Mundi heppinn ekki fara vel í þessari upptalningu?
hvers vegna var leifur eiríksson …? 91
10 Grænlendinga saga, bls. 252.
11 Eyrbyggja saga. Útg. einar Ól. Sveinsson. Íslenzk fornrit 4 (Reykjavík: Hið íslenzka
fornrita félag 1935), bls. 59–60; Eiríks saga rauða, bls. 197–199; Grœnlendinga saga,
bls. 241–242.
12 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog. omarbeidet, forøget og
forbedret Udgave I–III (kristiania: Den norske Forlagsforening 1886–1896).
Skýringar á orðunum er best að sækja í bókina.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 91