Saga - 2014, Qupperneq 108
dómi í Sögu árið 1997 var bókin gagnrýnd fyrir ákveðið sundurleysi,
að höfundar kæmu hver úr sinni áttinni og að aðeins tveir greina-
höfundar væru sagnfræðingar — samt væri „efnið sagt vera
kvenna saga.“18 Jafnframt að lítil sem engin tilraun hefði verið gerð
til þess að tengja greinarnar, efnin, saman. Sjálfsagt hefði mátt gera
betur í því efni, en ástæðan fyrir því að minnst er á þessar athuga-
semdir hér í þessum texta er sú að Inga Huld brást við þessari
gagnrýni með því að benda á vanda íslenskra kvenna- og kynja-
sögurannsókna, vanda sem hún hafði sjálf glímt við öll þau ár sem
það tók hana að vinna að og skrifa Fjarri hlýju hjónasængur. Nefni -
lega skortur á frumrannsóknum sem torveldað hefði sagnfræð ing -
um að draga upp heildstæðar og samfelldar myndir af Íslands sög -
unni frá sjónarhorni kvenna. Inga Huld spyr hvernig ósamstætt efni
geti „komið prófessor við sagnfræðiskor Háskóla Íslands á óvart“ í
ljósi þess að „saga kirkju og kvenna“ var hvergi „kennd í háskólan-
um“ þegar undirbúningur hófst árið 1994 fyrir þá ráðstefnu sem
bókin byggir á.19 Inga Huld var nefnilega alla tíð afar meðvituð um
að mikið skorti á að saga kvenna hefði fengið þá stöðu sem henni
ber í samfélagi fræðanna og var aldrei rög við að láta þá skoðun í
ljósi.
Árið 2001 kom út bókin Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th.
Erlendsdóttur sagnfræðingi, en Sigríður varð fyrst til þess að kenna
kvennasögu við Sagnfræðideild Háskóla Íslands haustið 1982. Inga
Huld átti hugmyndina að bókinni, eftir að hafa lent á spjalli við
Sigríði í Bernhöftsbakaríi. Hún var svo einn ritstjóra verksins og
skrifaði auk þess grein í bókina um Guðríði Þorbjarnardóttur, þá (að
sögn) víðförlu konu, og goðsagnir tengdar henni.
Inga Huld tók þátt í norrænu samstarfi, sótti nokkrar ráðstefnur
norrænna kvennasögufræðinga, þar sem hún flutti erindi um konur
ofan af Íslandi, og skrifaði grein um félagsstarf og köllun kvenna á
Íslandi um aldamótin 1900 í norræna safnritið Gender and Vocation.
Women, Religion, and Social Change in the Nordic Countries, 1830–1940,
sem út kom árið 2000. Tengsl kvenna og trúar voru Ingu Huld hug-
leikin og undir lok starfsævinnar vann hún að rannsókn á trúar -
erla hulda og sigrún106
18 Inga Huld Hákonardóttir, „konur og fræðimenn“, Saga XXXvI (1998), bls. 243–
246. Sjá einnig Helgi Þorláksson, „konur og kristsmenn“ [Ritdómur], Saga
XXXv (1997), bls. 241–247.
19 Inga Huld Hákonardóttir, „konur og fræðimenn“, Saga XXXvI (1998), bls. 243–
246, hér bls. 245.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 106