Saga - 2014, Blaðsíða 112
textabútur er tilgreindur á bls. 154–155 í ritgerð Sigurgeirs Guðjónssonar
sem hér er til umfjöllunar: Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda
fyrir daga geðspítala. Rúmlega 200 manns! Tekur því að rannsaka þvílíkt
smáræði? Hvaða gagn gerir slík þekking?
Til samanburðar um hugsanlega nytsemi nefni ég doktorsvörn hér við
skólann í síðustu viku um skerta hugsanastjórn og uppáþrengjandi hugs -
anir í tengslum við áráttukennda hegðun og svonefnda þráhyggjuröskun.
Niðurstöður voru á þá leið að vandlega hönnuð „hugsanastjórnunarverk-
efni“ gætu nýst til skilnings á vandanum, væntanlega með það fyrir augum
að hægt verði að kveða niður neikvæðar hugsanir og þar með vanlíðan inn
á við og vandræði út á við. Geta má nærri að slík úrræði munu í framtíðinni
bæta líðan geðsjúklinga — og það leiðir hugann að tileinkunarorðum þeirrar
ritgerðar sem hér er til umræðu, nefnilega á bls. 8: „Ég vil tileinka rannsókn-
ina geðsjúku fólki sem lifði þá tíma þegar þekking lækna og annarra fag-
stétta á geðsjúkdómum var takmörkuð og aðbúnaður geðveikra oft slæmur.
okkur ber að hugsa um þessa einstaklinga nú þegar aðstæður fólks eru yfir-
leitt betri og meiri möguleikar að gera líf þeirra sem þjást af geðsjúkdómum
þolanlegra“. Hér má spyrja: Getur rannsókn á geðveiki á 19. öld, og þar af
leiðandi skilningur á umræðu sem þá fór fram, á einhvern hátt lagt samtíma
okkar lið um sömu atriði?
I
Hefð er fyrir því að fyrri andmælandi reifi efni ritgerðar sem lögð er fram til
doktorsvarnar og er það gert í þágu áheyrenda sem hafa ekki lesið verkið
ennþá. Ég mun nú segja fáein orð um hvern kafla og hrósa því sem vert er
að hrósa en jafnframt nefna atriði sem rétt þykir að finna að, og verða hin
þungvægustu tekin betur fyrir í framhaldinu — af okkur báðum. Fyrst er
þess að geta að heiti ritgerðarinnar er nokkuð misvísandi, því boðuð er
umfjöllun um aðbúnað geðveikra fyrir daga geðspítala, það er árið 1907, en
upphafið er óskilgreint. Í raun hefst umfjöllun undir lok 18. aldar, eins og
reyndar er útskýrt strax á bls. 9, og undarlega fátt er sagt um fyrri aldir, þótt
nefnd sé umfjöllun (bls. 17–19) sem hefði mátt nýta sem baksvið. Ég furða
mig einkum á því að ekki skuli nefndur sá merki vitnisburður um sturlun
sem er píslarsaga séra Jóns Magnússonar á eyri í Skutulsfirði frá vetrinum
1658–1659, en þar segir meðal annars: „Þá bar svo við að sú fluga sem yfir
mér flökti og flaug að andlitinu en ég skyrpti við henni, þá hvarf hún mér
undir eins frá sjónum og vissi ég þá ekki betur en svo að finna sem hvolpur
eða þess háttar kvikindi skriði upp og ofan í kviðnum og lífinu innvortis,
hvað að varaði langa stund dags“.1
andmæli110
1 Píslarsaga séra Jóns Magnússonar. Útg. Matthías viðar Sæmundsson (Reykjavík:
Mál og menning 2001), bls. 84.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 110