Saga


Saga - 2014, Síða 113

Saga - 2014, Síða 113
Um efnistök má segja að margt er nýtt í ritgerðinni og víðast er texti læsilegur og framvinda skýr, þótt nokkuð sé um endurtekningar og lausa þræði. Niðurskipan efnis í kafla er hentug. Í inngangi er greinargóð umfjöll- un um helstu markmið og leiðir að þeim, rannsóknarhefðir innan geðheil- brigðissögu, fyrri rannsóknir, fyrirhugað sjónarhorn, aðferðir og helstu flokka heimilda (bls. 9–21). Rétt hefði verið að útskýra hugtök á borð við „textagreiningu“ og „lífsferilsgreiningu“, sem boðað er að verði beitt, og óprentuðum heimildum hefði doktorsefni þurft að lýsa betur. Meginatriði í boðaðri framkvæmd er tvíþætt sjónarhorn, annars vegar hagur og aðstæður geðsjúkra, þar sem horft er „neðanfrá“ eins og doktorsefni orðar það, og hins vegar viðleitni hins opinbera til greiningar, vistunar og jafnvel með - ferðar, þar sem horft er „ofanfrá“. Í öðrum kafla er hlutskipti geðsjúklinga tekið fyrir og löggjöf þar að lútandi, en jafnframt gerð rækileg grein fyrir stærð og samsetningu hópsins út frá tiltækum manntölum, með ítarlegri greiningu á margvíslegum vandkvæðum við úrvinnslu (bls. 23–75). Reynd - ar mætti umræða um afmörkun hópsins vera skýrari, því skilgreiningar og viðmið breyttust á tímabilinu auk þess sem ekki er spáð almennilega í það hver inngönguskilyrðin í hóp geðveikra voru, ef svo má að orði komast. Áherslan er á fólk sem var „alvarlega geðveikt“, segir doktorsefni (bls. 23) og tilgreinir ummæli Jóns Jónssonar læknis á vopnafirði frá 1899, sem segir um manntalstölur að þær séu of lágar: „því hér eru aðeins taldir reglulegir vitfirringar eða þeir einir, sem alls ekki geta umgengist aðra menn og þurfa því að vera í gæslu“ (bls. 32). Hvað þá um fólk sem til dæmis var bara illa taugaveiklað eða stundum þunglynt en gat vel unnið? Í kaflanum er síðan tekinn fjöldi dæma um geðveika einstaklinga og meðferðina á þeim, oftast nær illa ef miðað er við mælikvarða nútímans: engir læknar, engin aðstaða á heimilum, hvorki fyrir ættingja né niðursetninga, og svo fram vegis. Danskur læknir hafði fyrir satt árið 1843 að í landinu væru fimm dárakistur eða búr og rekur doktorsefni dæmi um að slegið væri utan um sturlað fólk sem enginn gat tjónkað við. Þá er í kaflanum fjallað um fátækralöggjöf og hlutverk hennar í umönnun geðsjúkra, eða kannski ætti frekar að segja umönnunarleysi. Loks er í kaflanum (sem er ansi langur eða 62 blaðsíður) sú lífsferilsgreining sem boðuð er í inngangi. Í þriðja kafla er lýst hugmyndum leikra sem lærðra um geðveiki á Íslandi og erlendis, með áherslu á 19. öld. Þjóðsögur eru nýttar með hugvits- samlegum hætti og ýmislegt tínt til um viðleitni til lækninga af hálfu lækna, hómópata, presta og almennings. Mest er um læknana, sem von er, og held- ur bágborin úrræði þeirra þrátt fyrir einlægan áhuga (bls. 85–123). Fjórði kafli tekur til umbótaviðleitni frá og með árunum 1838–1839, sem að hluta er fjallað um í kaflanum á undan líka. Megináhersla er lögð á hugmyndir um að koma upp stofnunum til að hýsa geðsjúklinga í tengslum við almenn sjúkrahús, en aldrei varð neitt úr neinu. Fullmikið er hér um almenna þró - un, svo sem um fjölgun lækna á landsvísu, sem vissulega tengist eiginlegu andmæli 111 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.