Saga

Issue

Saga - 2014, Page 118

Saga - 2014, Page 118
6. okt. 1868 til 6. okt. 1869: geðveikir tveir og móðursjúkir fjórir af 73 sjúklingum 6. okt. 1869 til 6. okt. 1870: geðveikur einn og annar drykkjuóður af 62 sjúklingum Á heildina litið: Fram til 6. október 1879 voru 13 geðveikir og 16 móður - sjúkir einstaklingar lagði inn á sjúkrahúsið af samanlagt 528 sjúklingum, eða einn af hverjum átján, sem kannski er ekki svo lítið. Þess er ekki getið í rit- gerðinni hvort til eru gögn frá sjúkrahúsinu sjálfu, sem var einka rekið, en í neðanmálsgrein 42 á bls. 169 birtist „Gjörðabók Sjúkrahússfélags Reykja - víkur 1863–1890“ sem ekki er í heimildaskrá. Hvað er það fyrir nokkuð og hvað skyldi koma þar fram? b) Hversu mikið var um að geðveikt fólk væri sent frá Íslandi til vist - unar í Danmörku? Hvenær var fyrst gripið til þess úrræðis? Hver borgaði? Ónafngreindur piltur úr Dalasýslu var sendur á geðsjúkrahúsið St. Hans árið 1858 og segir doktorsefni: „Í gegnum árin hafði einnig sú venja komist á að senda alvarlega geðveikt fólk til Danmerkur á spítala“ (bls. 138). Í gegn- um hvaða ár? Fram kemur fyrr í ritgerðinni að til álita kom að senda séra Þorstein Helgason í Reykholti utan árið 1839 (bls. 50). Sjö árum síðar var í ráði að láta Guðrúnu Magnúsdóttur í Stóra-Ármóti rétt hjá Selfossi „sigla til lækninga“ (bls. 56–57). Hvorugt fór og hver var þá venjan? Í reglugerð árið 1874 var tilgreint hvað Íslendingar ættu að borga fyrir dvöl á ríkis spítöl - unum í Árósum og vordingborg á Sjálandi (bls. 149). ekki eru upp hæðirnar nefndar en síðan sagt: „Það var dýrt að senda sjúklinga utan og oft lenti kostnaðurinn á aðstandendum þeirra“. Tekið er dæmi af Margréti Jóhannes - dóttur sem var send frá Akureyri árið 1887 og síðan vitnað í Christian Schierbeck árið 1901, stjórnarnefnd Sjúkrahússfélags Reykjavíkur árið 1880 og Hans George Schierbeck árið 1890 um það hversu dýrt þetta væri. Skýrastur er textinn frá 1880: „óhugsandi er að efni leyfi að senda alla vit - skerta menn til annara landa á spítala þar“ (bls. 150). Nokkru síðar segir í ritgerðinni: „Næstu árin voru samt sem áður fáir íslenskir sjúklingar vist - aðir á dönskum geðspítölum“ (bls. 156). Hvað var þetta margt fólk? Hver var þróunin? Hvergi eru teknir saman þræðir, sem hefði verið áhugavert í sjálfu sér og afar gagnlegt til skilnings á umræðu um nauðsyn þess að hér yrði reist sérstök stofnun fyrir geðsjúka. Mikil gögn eru til um þetta miðlæga atriði í skjalasöfnum landshöfðingja og amtmanna og skulu tekin örfá dæmi, fyrst úr bréfadagbókum lands- höfðingja árin 1883–1892. Ráðgjafi Íslands skrifaði haustið 1887 um greiðslu meðlags með geðveikum manni, Pétri Stefánssyni úr Dalasýslu, sem var á geðveikraspítala í vordingborg; einnig vegna elsubjargar Pálsdóttur vitfirr- ings og Jónasar Bentssonar frá Stykkishólmi. Árið eftir koma við sögu geð - veik stúlka, Margrét Halldórsdóttir, og Jóhannes Guðmundsson, brjál aður maður frá Reykjavík. Árið 1890 var landshöfðingi krafinn um endurgreiðslu andmæli116 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue: 2. tölublað (2014)
https://timarit.is/issue/421349

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (2014)

Actions: