Saga - 2014, Blaðsíða 118
6. okt. 1868 til 6. okt. 1869: geðveikir tveir og móðursjúkir fjórir af 73
sjúklingum
6. okt. 1869 til 6. okt. 1870: geðveikur einn og annar drykkjuóður af 62
sjúklingum
Á heildina litið: Fram til 6. október 1879 voru 13 geðveikir og 16 móður -
sjúkir einstaklingar lagði inn á sjúkrahúsið af samanlagt 528 sjúklingum, eða
einn af hverjum átján, sem kannski er ekki svo lítið. Þess er ekki getið í rit-
gerðinni hvort til eru gögn frá sjúkrahúsinu sjálfu, sem var einka rekið, en í
neðanmálsgrein 42 á bls. 169 birtist „Gjörðabók Sjúkrahússfélags Reykja -
víkur 1863–1890“ sem ekki er í heimildaskrá. Hvað er það fyrir nokkuð og
hvað skyldi koma þar fram?
b) Hversu mikið var um að geðveikt fólk væri sent frá Íslandi til vist -
unar í Danmörku? Hvenær var fyrst gripið til þess úrræðis? Hver borgaði?
Ónafngreindur piltur úr Dalasýslu var sendur á geðsjúkrahúsið St. Hans
árið 1858 og segir doktorsefni: „Í gegnum árin hafði einnig sú venja komist
á að senda alvarlega geðveikt fólk til Danmerkur á spítala“ (bls. 138). Í gegn-
um hvaða ár? Fram kemur fyrr í ritgerðinni að til álita kom að senda séra
Þorstein Helgason í Reykholti utan árið 1839 (bls. 50). Sjö árum síðar var í
ráði að láta Guðrúnu Magnúsdóttur í Stóra-Ármóti rétt hjá Selfossi „sigla til
lækninga“ (bls. 56–57). Hvorugt fór og hver var þá venjan? Í reglugerð árið
1874 var tilgreint hvað Íslendingar ættu að borga fyrir dvöl á ríkis spítöl -
unum í Árósum og vordingborg á Sjálandi (bls. 149). ekki eru upp hæðirnar
nefndar en síðan sagt: „Það var dýrt að senda sjúklinga utan og oft lenti
kostnaðurinn á aðstandendum þeirra“. Tekið er dæmi af Margréti Jóhannes -
dóttur sem var send frá Akureyri árið 1887 og síðan vitnað í Christian
Schierbeck árið 1901, stjórnarnefnd Sjúkrahússfélags Reykjavíkur árið 1880
og Hans George Schierbeck árið 1890 um það hversu dýrt þetta væri.
Skýrastur er textinn frá 1880: „óhugsandi er að efni leyfi að senda alla vit -
skerta menn til annara landa á spítala þar“ (bls. 150). Nokkru síðar segir í
ritgerðinni: „Næstu árin voru samt sem áður fáir íslenskir sjúklingar vist -
aðir á dönskum geðspítölum“ (bls. 156). Hvað var þetta margt fólk? Hver
var þróunin? Hvergi eru teknir saman þræðir, sem hefði verið áhugavert í
sjálfu sér og afar gagnlegt til skilnings á umræðu um nauðsyn þess að hér
yrði reist sérstök stofnun fyrir geðsjúka.
Mikil gögn eru til um þetta miðlæga atriði í skjalasöfnum landshöfðingja
og amtmanna og skulu tekin örfá dæmi, fyrst úr bréfadagbókum lands-
höfðingja árin 1883–1892. Ráðgjafi Íslands skrifaði haustið 1887 um greiðslu
meðlags með geðveikum manni, Pétri Stefánssyni úr Dalasýslu, sem var á
geðveikraspítala í vordingborg; einnig vegna elsubjargar Pálsdóttur vitfirr-
ings og Jónasar Bentssonar frá Stykkishólmi. Árið eftir koma við sögu geð -
veik stúlka, Margrét Halldórsdóttir, og Jóhannes Guðmundsson, brjál aður
maður frá Reykjavík. Árið 1890 var landshöfðingi krafinn um endurgreiðslu
andmæli116
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 116