Saga - 2014, Side 119
kostnaðar við gæslu á N.P. Larsen frá Ísafirði og árið 1892 vegna Önnu Þ.
Björnsdóttur, en bæði töldust vera geðveik.4 Fjórir karlar og þrjár konur á
sex árum! Sé blaðað í bréfadagbók amtmanns í vesturamti bætast fjórir
karlar við bara árið 1887. Þá um vorið sendu borgarstjórnarskrifstofurnar í
kaupmannahöfn (köbenhavns Magistrat) reikninga vegna legu Gunnars
Bachmanns, Sigurgeirs Lúðvíkssonar, sem hafði gefið upp nafnið Carl
Petersen, og Jóhannesar Jóhannessonar sem var farinn heilbrigður af St.
Hans. Þann 15. ágúst 1887 var beðið um upplýsingar um einar Pétursson
snikkara „er liggur veikur á geðveikraspítalanum í kaupmannahöfn“, eins
og segir í bréfadagbók.5 Nú er einar ekki dæmigerður, því hann var við
trésmíðanám í kaupmannahöfn þegar hann í júní þetta ár sturlaðist og var
handtekinn á götu, lagður inn á borgarspítalann og síðan fluttur á St. Hans,
en ég efast ekki um að svipuð bréfaskipti megi finna um sjúklinga sem
komu þangað og á aðrar stofnanir frá Íslandi. Þriðju deild borgarskrifstof-
unnar í kaupmannahöfn var mjög í mun að fá allan kostnað greiddan og í
einars tilviki átti Flateyjarhreppur að borga, enda var einar fæddur og upp-
alinn í Skáleyjum — 29 ára þegar þetta gerðist. Athugun leiddi líka í ljós að
í borgarskjalasafni kaupmannahafnar eru allmikil gögn frá St. Hans, þar á
meðal sjúkraskrár, og má meðal annars sjá að einar talaði blöndu af íslensku
og dönsku sem var „ikke let forstaaelig“, eins og þar segir. Hann var 62 kíló
þegar hann var lagður inn og léttist um sex kíló fyrsta mánuðinn.6 Þetta til
umhugsunar.
v
Að síðustu vík ég að því sem ég myndi vilja nefna gagnrýnislausa notkun
sagnaþátta um nafngetið fólk sem var veikt á geði. Um þjóðsögur, sem dokt-
orsefni nýtir hugvitssamlega og leggur vandað mat á, segir á einum stað:
„Sama gildir um margar íslenskar þjóðsagnir að oft má finna sannleikskorn
í þeim“ (bls. 97). Það á þá við um staðreyndir málsins og tekur doktorsefni
dæmi af slíku, en hvers vegna beitir hann ekki sams konar greiningu á
sagnaþætti og sögusagnir, sem oftast eru miklu yngri en fólkið sem um er
rætt? Þannig er vísað í magnað bréf séra Björns Þorvaldssonar í Stafafelli í
andmæli 117
4 Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalasafn stiftamtmanns. Bréfadagbók 1883–1887: 1884
nr. 855 (elsabjörg), 872 (Jónas), 979 (Pétur), 1887 nr. 425 (Jóhannes), 847 (Pétur
aftur); Bréfadagbók 1887–1892: 1888 nr. 78 (Margrét), 1890 nr. 220 (Larsen), 1892
nr. 260 (Anna).
5 Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalasafn vesturamts I, 21. Bréfadagbók 1887–1893, nr.
60 og 276–277 (Gunnar), 176, 296 og 419 (Sigurgeir), 203 (Jóhannes), 279, 313, 375
og 418 mm. (einar).
6 köbenhavns Stadsarkiv. St. Hans Hospital. Patientregister C 1885–1904: Pjettur -
son, einar.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 117