Saga


Saga - 2014, Page 130

Saga - 2014, Page 130
um kimum á Íslandi í þéttbýli. Það er í samræmi við nálgun Írisar og áherslu á framlag Dana til nútímavæðingar á Íslandi; þeir hafi komið með þekkingu inn í landið og lagt grunninn að þróun íslensks atvinnu- og menn- ingarlífs. Mörg dæmi eru nefnd því til stuðnings, eins og ráðandi hlutverk Dana í uppbyggingu mjólkuriðnaðar, framlag þeirra til bakara- og kjöt - iðnaðar og áhrif þeirra á borgarþróun, listir og svo mætti lengi telja. Íris færir rök fyrir því að þeir dönsku mjólkurfræðingar sem hingað komu hafi verið hluti af þverþjóðlegri hringrás; atvinnuþátttaka þeirra hafi einkennst af sístreymi fólks og upplýsinga þvert á landamæri búsetu- og uppruna- landsins. Tengsl þeirra við búsetulandið voru þó ekki náin; þeir voru ráðnir til eins árs í senn og löguðu sig ekki mikið að nærsamfélaginu. en þeir hafi engu að síður verið hluti af þverþjóðlegum samfélagskima. Greiningin byggist á lykilhugtökum í innflytjendarannsóknum, eins og „aðlögun“, „samlögun“, „samþættingu“, „þverþjóðleika“ og „tengslanet- um“. Frá 10. áratug 20. aldar hafa fræðimenn, eins og Linda Basch, Thomas Faist, Nina Glick Schiller og Christina Szanton Blanc, beitt þverþjóðleika- hugtakinu til að greina tengsl innflytjenda við búsetu- og upprunaland. Höfundur heldur því fram að danskir kaupmenn hafi í upphafi aldarinnar gegnt hlutverki „þverþjóðlegra frumkvöðla“ (sbr. hugmyndir Alejandro Portes) eða „hliðvarða“ (eins og vilna Bashi nefnir þá) og stjórnað að nokkru fólksflutningum til landsins. enn fremur styðst Íris við hugtak Faists um „þverþjóðlegt rými“ til að gera grein fyrir áhrifum Dana á Íslandi, einkum í tengslum við verslun í Reykjavík og iðnað, t.d. Mjólkurbú Flóamanna. Þá vísar hún til endurbóta og túlkunar ewu Morawska á samlögunarlíkani Miltons Gordons. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að samþætting, fremur en einhliða aðlögun, lýsi best stöðu Dana á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Danir kusu og fengu að heyra meirihlutasamfélaginu til, þ.e. einkum milli- og yfirstéttum samfélagsins, en höfðu sjálfir svo mikil áhrif á nærsamfélagið að um gagnkvæma aðlögun var að ræða (bls. 109). Slík þverfagleg nálgun styrkir ritgerðina, enda ráðandi í samtímarann- sóknum á innflytjendum. Umræðan um kenningar þeirra Portes, Bashi og Morawska tengist viðfangsefninu með beinum hætti. Íris færir sannfærandi rök fyrir vali sínu á kenningum og fléttar þær vel saman við frásögnina. Nokkrar spurningar vakna þó um kennileg viðmið. Spyrja má hvort ekki hefði mátt gera meiri greinarmun á túlkunum á þverþjóðleika í ritgerðinni. Portes og fleiri fræðimenn ganga mjög langt í að eyða rýminu milli búsetu- og upprunalands. Þeir ganga út frá því að þverþjóðleiki takmarkist að miklu leyti við ákveðnar atvinnugreinar og byggist á nánum og reglubundnum félagslegum tengslum þvert á landamæri.1 Aðrir fræðimenn, eins og Peggy andmæli128 1 Sjá t.d. Alejandro Portes, Luis e. Guarnizo og Patricia Landolt, „The Study of Transnationalism: Pitfalls and Promise of en emergent Research Field“, Ethnic and Racial Studies 22: 2 (1999), bls. 217–237. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.