Saga


Saga - 2014, Síða 137

Saga - 2014, Síða 137
þeir mættu, m.a. vegna hinnar neikvæðu myndar sem dregin var upp af Dönum í sögubókum og Íris nefnir „ríkisstyrkta Danaandúð“ (bls. 191). einnig er mjög áhugaverð umfjöllun um Dani sem menningarbera og mun- inn á þeim tveimur kynslóðum danskra innflytjenda sem fjallað er um. Á fyrri hluta tímabilsins voru Danir brautryðjendur á ýmsum sviðum, t.d. í sönglist, tónlist og leiklist. Þegar líða tók á 20. öldina snerist framlag þeirra fremur um að vernda, styðja við og endurheimta íslenska menningu. Það kom ekki síst fram meðal danskra eiginkvenna íslenskra listamanna: Þótt þær ættu þátt í að veita dönskum menningarstraumum til landsins og móta menningarlíf hér fengu þær einkum samfélagsvirðingu fyrir að varðveita og koma íslenskri menningu á framfæri. Þannig var þeim „ætlað að vera í und- irskipaðri stöðu gagnvart eiginmönnum“ og styðja við starf þeirra, eins og höfundur kemst að orði (bls. 214–215). Aðferðarfræðin við val á viðmælendum vekur spurningar. Höfundur nefnir að þar hafi vegið þyngst að ná tali af sem elstu núlifandi kynslóð Dana á Íslandi. Þannig var rætt við mun fleiri konur en karla; auk þess bjuggu konurnar flestar á höfuðborgarsvæðinu. Til að skapa meiri breidd var rætt við þá karla sem voru elstir á listanum og leitað viðmælenda úti á landi. enn fremur var stuðst við ábendingar frá viðmælendum um viðmæl- endur. Þótt hér sé stuðst við hina svonefndu „snjóboltaaðferð“ í félagsvís- indum er ekki um að ræða ströng aðferðafræðileg viðmið — og það kann að veikja niðurstöðurnar. Hér hefði sennilega verið betra að styðjast við lag - skipt úrtak (e. stratified sampling) til að fá skýrari mynd af afstöðu Dana sem endurspeglaði með nákvæmari hætti mikilvægi kyns, stéttar og búsetu. enn fremur vaknar sú spurning hvers vegna afstaða Íslendinga til Dana var fundin með því fara yfir minningargreinar um Dani. eins og doktorsefni bendir réttilega á draga slíkir höfundar iðulega taum Dana og er í mun að vekja velvild lesenda í þeirra garð. Þessi aðferð er réttlætt með því að beina athygli að því höfundarnir hafi látið í ljósi þjóðernisviðhorf með því að undirstrika að hinn látni hafi í reynd orðið Íslendingur (bls. 226). Þær séu með öðrum orðum frekari staðfesting á samlögunarþrýstingi. en draga má í efa að unnt sé að alhæfa um afstöðu Íslendinga með þessum hætti. Auk þess hefði það dýpkað umræðuna að vísa til annarra rannsókna á minning- argreinum og aðferðafræðilegra þátta slíkra rannsókna. Þannig hefði mátt draga betur fram hverju minningargreinar bæta við rannsóknina. Reyndar er gert minna úr þeim en ætla mætti af umfjöllun um tengsl þeirra við viðtalsrannsóknina. Niðurstöðurnar hefðu sennilega orðið skýrari ef einnig hefði verið byggt á viðtalsrannsókn, þótt það hefði vissulega kostað meiri vinnu. Doktorsritgerð Írisar ellenberger er mikilvægt framlag til sögu Dana á Íslandi og íslenskrar menningar- og samfélagsþróunar. Greiningin er út - hugs uð og vel útfærð, framsetningin skýr og stíllinn kröftugur. Nokkuð er um endurtekningar (t.d. um breytingar á ríkisborgararétti Dana) og saman- andmæli 135 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.