Saga - 2014, Side 140
innan rannsókna á innflytjendum á Íslandi, og er einnig ætlað að vera þáttur
í að spyrna á móti þeirri lífseigu stórsögu að hér hafi búið þjóð án allra
tengsla við umheiminn. Þetta tekst ritgerðinni vel að uppfylla, bæði með
nákvæmri útlistun á áhrifum Dana hér á landi á ýmsum sviðum íslensks
samfélags, og með því að benda á að lagaleg skilgreining á því hverjir eru
innflytjendur hefur breyst í gegnum söguna. eins og texti ritgerðarinnar
leggur áherslu á býður slík greining upp á samanburð og frekari rannsóknir
síðar meir á stöðu annarra innflytjendahópa.
Þótt hugtök tengd rannsóknum á innflytjendum séu notuð á frjóan og
áhugaverðan hátt er umræða um helstu kenningar hvað varðar innflytj -
endur og hlutverk í nýju landi nokkuð ruglingsleg á köflum. ef til vill hefði
verið gagnlegt að staðsetja nálgunina enn betur út frá kenningalegri
umræðu um hugtökin assimilation og integration sem hafa verið mörgum
fræðimönnum mikilvæg, en oft er talað um að assimilation-módelið hafi
verið ráðandi til 1970 og þá hafi verið teknar upp integration-hugmyndir
sem leggja meiri áherslu á að innflytjendur eigi rétt á að halda í eitthvað af
sínum menningareinkennum.9 Í ritgerðinni er sagt að assimilation-módelið
hafi verið „ríkjandi í orðræðu vesturlanda um innflytjendur síðustu áratug-
ina“ (bls. 26), sem er kannski fullmikil einföldun. Gagnlegt hefði verið að
útskýra nánar hvernig hugtökin hafa verið notuð sögulega og hvers vegna
hugtakið integration tók við af assimilation. Fræðimenn hafa til dæmis bent á
að þessi tvö hugtök hafa ekki verið notuð á markvissan hátt og stundum í
raun og veru bæði yfir sama hlutinn.10
einnig má gagnrýna að enda þótt textinn vísi í upphafi til áhrifa fræði -
legrar umræðu um innflytjendur á höfundinn mætti vísa meira í lykil -
fræðimenn á því sviði á Íslandi og nota þær á markvissari hátt í greiningu á
efninu. Hér má sérstaklega nefna, að öðrum ólöstuðum, verk Unnar Dísar
Skaptadóttur og Hönnu Ragnarsdóttur. Það hefði þannig styrkt rannsóknina
enn frekar að setja hana í nánara samhengi rannsókna á innflytjendum og
fordómum í íslensku samhengi og vera í samræðum við fræðilega umræðu
um þetta svið hér á landi.
Sú nálgun sem beitt er við rannsóknir á innflytjendum í ritgerðinni er
talsvert nýmæli, að því leyti að hér er um að ræða hóp sem stóð í valda-
tengslum sem eru mjög ólík þeim sem venja er að fjalla um í rannsóknum á
borð við þessa. Þessi valdatengsl eru þó rædd að mjög takmörkuðu leyti í
ritgerðinni. Mjög stuttlega er minnst á eftirlendufræðin (bls. 87) og þá, eftir
andmæli138
9 Ralph Grillo, „An excess of Alterity? Debating Difference in a Multicultural
Society“, Ethnic and Racial Studies, 30:6 (2007), bls. 979–998.
10 Rogers Brubaker, „Return of Assimilation? Changing Perspectives on Immi -
gration and Its Sequels in France, Germany, and the United States“, Ethnic and
Racial Studies, 24:4 (2001), bls. 531–548, hér bls. 540; Ralph Grillo, An excess of
alterity?, bls. 7.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 138