Saga


Saga - 2014, Side 142

Saga - 2014, Side 142
staklingar eru útlokaðir í gegnum félagsleg og menningarleg ferli. Geta má sér til um að orðalagið í þessari kenningalegu skilgreiningu á aðskilnaði mótist þannig af forréttindastöðu Dana á Íslandi í upphafi aldarinnar, sem eins og áður hefur verið greint frá er þó ólík flestum innflytjendahópum sem rann- sakaðir eru í samtímanum. Það er einmitt þessi valdastaða sem hefði verið áhugavert að skoða og greina með markvissari hætti. Svipað má segja hvað varðar umræðu um gagnkvæma aðlögun, sem er fjallað um víðsvegar í ritgerðinni. Á blaðsíðu 29 segir til dæmis að það hafi ríkt gagnkvæm aðlögun „í bæjum þar sem Danir löguðu sig að menningu meirihlutans og meirihlutinn lagaði sig að menningu þeirra. Þetta er í raun það sem kallast fjölmenning í dag“ (bls. 29). Í samspili við það sem ég minntist á fyrr, varðandi það að skoða valdatengsl, hefur gagnrýnin um - ræða einnig einkennt fræðilega nálgun hvað varðar fjölmenningarhugtakið á undanförnum árum.13 Hér og annars staðar sakna ég því gagnrýninnar umfjöllunar um þetta hugtak og nánari vangaveltna um hvað það merki í samhengi ritgerðarinnar. Hér má þó geta sér til að þessi þunga áhersla ritgerðarinnar á gagn- kvæma aðlögun Dana og Íslendinga — sem gerir full-lítið úr valda tengsl - um að mínu mati — sé að hluta til sprottin út frá þeirri áherslu ritgerðar- innar að endurskoða fyrri hugmyndir um tengsl Dana og Íslendinga. Það er eingöngu minnst lauslega á þessar hugmyndir í ritgerðinni, en eftir því sem best má sjá er undirliggjandi sú sýn að þessar hugmyndir einkennist um of af því að Danir hafi verið dregnir upp í einföldum litum og að - skilnaður milli Dana og Íslendinga náttúrugerður út frá þjóðernislegum hugmyndum. kenningaleg hugtök ritgerðarinnar, aðlögun og þverþjóð - leiki, leitast þannig á mikilvægan hátt eftir því að draga upp dýpri mynd af þessum tengslum og afmörkunum. Hér hefði þó engu að síður verið áhugavert að nýta sér fræðilega gagnrýni á fjölmenningarhugtakið til að dýpka fyrrnefnd atriði. Þjóðerni og innflytjendur Í kenningalegri útlistun á hugtakinu þjóðernishópur eða ethnicity er í rit- gerðinni talað um að ákveðin vandkvæði séu fólgin í því að líta á Dani sem þjóðernishóp eða etnískan hóp á Íslandi við upphaf 20. aldar (bls. 24). Fram kemur að reynt sé að forðast að nota hugtakið meðal annars vegna þess að það yfirfæri um of hagi valdamikilla Dana á alla aðra sem töldust Danir á Íslandi (bls. 21). Í ritgerðinni segir jafnframt: „mörkin milli Dana og Íslend - inga voru alla tíð óskýr“ (bls. 25) og „við upphaf 20. aldar höfðu hvorki andmæli140 13 Gerd Baumann, The Multicultural Riddle. Rethinking National, Ethnic and Religious (New york: Routledge 1999). Sjá einkum kafla 8 og 9. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 140
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.