Saga - 2014, Page 145
verið þáttur í að tryggja ákveðnum hópum sterkari yfirráð.17 Íslenskir fræði -
menn hafa bent á að mikilvæg ástæða þess að konur tóku svo virkan þátt í
slíkum störfum hafi verið sú að þetta var oft eina leið kvenna til að hafa
rödd á ytra sviði samfélagsins.18 Hér má jafnframt spyrja, eins og klassískir
fræðimenn á borð við Marcel Mauss og síðar mannfræðingurinn Mary
Douglas hafa gert, hvernig gjafir eru samofnar félagslegum tengslum og fela
oft í sér kröfu um gangkvæmni. Því má velta fyrir sér hvernig mannúðar -
starf danskra kvenna hafi þjónað öðrum hagsmunum en eingöngu þeim að
hjálpa fátækum og ýta Íslendingum betur inn á braut nývæðingar. Hvernig
er hægt að setja slíkt starf við valdatengsl í víðara samhengi?
Aðferðir
Rannsóknin er sagnfræðileg og vinnur að mestu út frá fjölbreyttum rituðum
heimildum, en hún sækir þó einnig til kenninga og aðferða úr mannfræði
og félagsfræði í tengslum við rannsóknir þeirra fagsviða á innflytjendum.
Þriðji hluti ritgerðarinnar styðst við viðtöl sem tekin voru við Dani sem
búsettir voru á Íslandi á tímabilinu frá seinni heimsstyrjöld og til 1970. Bent
er á að meginástæða viðtalanna sé sú að „færri ritaðar heimildir eru til um
hópinn eftir síðari heimsstyrjöld þar eð hann fellur að miklu leyti inn í
meirihlutasamfélag“ (bls. 35). Ólíkar heimildir veita margþætta sýn á við -
fangsefnið og endurspegla einmitt þann margbrotna veruleika sem rann-
sókninni er ætlað að sýna. Í upphafi ritgerðarinnar er stutt umræða um
munnlega sögu og notkun slíkra gagna í sagnfræðirannsóknum og bent á
að slík gögn eru það sem kalla má „eftirheimild“ þar sem viðtölin eru „sýn
viðmælanda á fortíðina“ (bls. 35). Hér eru viðtölin í raun eingöngu sett í
samhengi við rannsóknaraðferðir sagnfræðinga, en ekki er leitað í smiðju
aðferðafræðilegrar umræðu um viðtöl í félags- og mannfræði.
viðtölin voru tekin af doktorsefninu og öðrum sagnfræðingi og bent er
á að viðmælendur voru að viðtali loknu „beðnir um að undirrita samning
þar sem þeir heimiluðu notkun og miðlun viðtalsins og efnis þess í rann-
sóknarskyni“ (bls. 36). Gerð er ágæt grein fyrir því hvernig viðtölin voru
notuð og unnin, sem á vel við út frá því að þau eru fyrst og fremst notuð til
að fá innsýn í stöðu þessa hóps á ákveðnu tímabili. Hér má þó spyrja hvort
ekki hefði verið áhugavert að skoða á hvaða hátt þessi söfnun gagnanna
hafði áhrif á þær upplýsingar sem aflað var. Trúlega er hér um að ræða mun
milli aðferða í mannfræði og sagnfræði, en engu að síður hefði verið mikil-
andmæli 143
17 Lila Abu-Lughod, „Do Muslim Women Really Need Saving? Anthropological
Reflections on Cultural Relativism and its others“, American Anthropologist
104:3 (2002), bls. 783–790.
18 James Rice, „Icelandic Charity Donations: Reciprocity Reconsidered“.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 143