Saga


Saga - 2014, Page 145

Saga - 2014, Page 145
verið þáttur í að tryggja ákveðnum hópum sterkari yfirráð.17 Íslenskir fræði - menn hafa bent á að mikilvæg ástæða þess að konur tóku svo virkan þátt í slíkum störfum hafi verið sú að þetta var oft eina leið kvenna til að hafa rödd á ytra sviði samfélagsins.18 Hér má jafnframt spyrja, eins og klassískir fræðimenn á borð við Marcel Mauss og síðar mannfræðingurinn Mary Douglas hafa gert, hvernig gjafir eru samofnar félagslegum tengslum og fela oft í sér kröfu um gangkvæmni. Því má velta fyrir sér hvernig mannúðar - starf danskra kvenna hafi þjónað öðrum hagsmunum en eingöngu þeim að hjálpa fátækum og ýta Íslendingum betur inn á braut nývæðingar. Hvernig er hægt að setja slíkt starf við valdatengsl í víðara samhengi? Aðferðir Rannsóknin er sagnfræðileg og vinnur að mestu út frá fjölbreyttum rituðum heimildum, en hún sækir þó einnig til kenninga og aðferða úr mannfræði og félagsfræði í tengslum við rannsóknir þeirra fagsviða á innflytjendum. Þriðji hluti ritgerðarinnar styðst við viðtöl sem tekin voru við Dani sem búsettir voru á Íslandi á tímabilinu frá seinni heimsstyrjöld og til 1970. Bent er á að meginástæða viðtalanna sé sú að „færri ritaðar heimildir eru til um hópinn eftir síðari heimsstyrjöld þar eð hann fellur að miklu leyti inn í meirihlutasamfélag“ (bls. 35). Ólíkar heimildir veita margþætta sýn á við - fangsefnið og endurspegla einmitt þann margbrotna veruleika sem rann- sókninni er ætlað að sýna. Í upphafi ritgerðarinnar er stutt umræða um munnlega sögu og notkun slíkra gagna í sagnfræðirannsóknum og bent á að slík gögn eru það sem kalla má „eftirheimild“ þar sem viðtölin eru „sýn viðmælanda á fortíðina“ (bls. 35). Hér eru viðtölin í raun eingöngu sett í samhengi við rannsóknaraðferðir sagnfræðinga, en ekki er leitað í smiðju aðferðafræðilegrar umræðu um viðtöl í félags- og mannfræði. viðtölin voru tekin af doktorsefninu og öðrum sagnfræðingi og bent er á að viðmælendur voru að viðtali loknu „beðnir um að undirrita samning þar sem þeir heimiluðu notkun og miðlun viðtalsins og efnis þess í rann- sóknarskyni“ (bls. 36). Gerð er ágæt grein fyrir því hvernig viðtölin voru notuð og unnin, sem á vel við út frá því að þau eru fyrst og fremst notuð til að fá innsýn í stöðu þessa hóps á ákveðnu tímabili. Hér má þó spyrja hvort ekki hefði verið áhugavert að skoða á hvaða hátt þessi söfnun gagnanna hafði áhrif á þær upplýsingar sem aflað var. Trúlega er hér um að ræða mun milli aðferða í mannfræði og sagnfræði, en engu að síður hefði verið mikil- andmæli 143 17 Lila Abu-Lughod, „Do Muslim Women Really Need Saving? Anthropological Reflections on Cultural Relativism and its others“, American Anthropologist 104:3 (2002), bls. 783–790. 18 James Rice, „Icelandic Charity Donations: Reciprocity Reconsidered“. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.