Saga


Saga - 2014, Page 146

Saga - 2014, Page 146
vægt að kanna hvaða áhrif það hafði á niðurstöðurnar að viðtölin voru tekin upp undir nafni og framtíðarnotkun þeirra var þátttakendum óljós. Hvað hefðu þátttakendur til dæmis sagt ef viðtöl hefðu ekki verið undir nafni? Á svipaðan hátt hefði verið áhugavert að heyra hvernig rannsakandi tel- ur að ólíkar tegundir gagna, sem leið til að varpa ljósi á ólík tímabil, hafi áhrif á rannsóknarniðurstöður. Hér er átt við það að í ritgerðinni eru álykt- anir dregnar um stöðu Dana í upphafi 20. aldar út frá textum en út frá munnlegu minni einstaklinga á seinni hluta tímabilsins. Auðvitað er alþekkt og viðurkennd aðferð að fjalla um stöðu innflytjenda út frá þeirra eigin upp- lifun í rannsóknum á innflytjendum í ýmsu samhengi, en þó er áhugavert að velta fyrir sér hvernig þessar mismunandi heimildir hafa áhrif á rann- sóknarniðurstöður, sem og áhrifum þess að viðmælendur rifja upp löngu liðna atburði. eins og Daisy Neijmann og Gunnþórunn Guðmundsdóttir segja, í nýlegu sérhefti Ritsins um minni, þá man hver og einn menningar- hópur „fortíð sína“, en „staðsetning og sviðsetning þessarar upprifjunar“ er eitthvað sem er áhugavert fyrir fræðimenn að kanna.19 og kannski væri ein- mitt áhugavert að velta fyrir sér hverju viðmælendur hafa „gleymt“ í frá- sögum sínum, en þetta samspil minnis og gleymsku hefur einmitt lengi verið svo mikilvægt í rannsóknum sem tengjast minni.20 Þrátt fyrir að minnst sé á félagslegt minni í upphafi ritgerðar fer lítið fyrir greiningu á viðtölunum út frá slíkum hugmyndum síðar í ritgerðinni. Hvað varðar forréttindastöðu Dana á Íslandi má einnig velta fyrir sér hér hvernig sú saga mótar sýn viðmælenda. Þegar viðmælendur líta til baka í frásögum sínum, hvernig mótar þá vitneskja þeirra um fyrra stjórnmála- samband Íslands og Danmerkur, sem og forréttindastaða Dana í byrjun aldar innar, sýn þeirra í samtímanum? Þegar viðmælendur muna eftir og túlka ákveðin viðhorf í sinn garð — og reyna að gera þau skiljanleg í nútímanum — hvaða áhrif hefur þá sú staðreynd að þeir eru hluti af hópi sem hefur misst forréttindastöðu á ákveðnu tímabili? Draga má saman þessar spurningar sem beinast að aðferðafræði á eftir- farandi hátt: Hvernig hefur umgjörð viðtalanna, þar á meðal áhersla á varð - veislu undir nafni, mótað áherslur viðmælenda? Hvernig hefur það mótað rannsóknarniðurstöður að ólík gögn eru notuð til þess að skoða megintíma- bil rannsóknarinnar og þá sérstaklega út frá því hvernig einstaklingar sviðsetja fortíðina? andmæli144 19 Daisy Neijmann og Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Af minni og gleymsku“, Ritið 13:1 (2013), bls. 3–8, hér bls. 3. 20 kristín Loftsdóttir, „endurútgáfa Negrastrákanna. Söguleg sérstaða Íslands, þjóðernishyggja og kynþáttafordómar“, Ritið 13:1 (2013), bls. 101–124. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.