Saga - 2014, Síða 146
vægt að kanna hvaða áhrif það hafði á niðurstöðurnar að viðtölin voru tekin
upp undir nafni og framtíðarnotkun þeirra var þátttakendum óljós. Hvað
hefðu þátttakendur til dæmis sagt ef viðtöl hefðu ekki verið undir nafni?
Á svipaðan hátt hefði verið áhugavert að heyra hvernig rannsakandi tel-
ur að ólíkar tegundir gagna, sem leið til að varpa ljósi á ólík tímabil, hafi
áhrif á rannsóknarniðurstöður. Hér er átt við það að í ritgerðinni eru álykt-
anir dregnar um stöðu Dana í upphafi 20. aldar út frá textum en út frá
munnlegu minni einstaklinga á seinni hluta tímabilsins. Auðvitað er alþekkt
og viðurkennd aðferð að fjalla um stöðu innflytjenda út frá þeirra eigin upp-
lifun í rannsóknum á innflytjendum í ýmsu samhengi, en þó er áhugavert
að velta fyrir sér hvernig þessar mismunandi heimildir hafa áhrif á rann-
sóknarniðurstöður, sem og áhrifum þess að viðmælendur rifja upp löngu
liðna atburði. eins og Daisy Neijmann og Gunnþórunn Guðmundsdóttir
segja, í nýlegu sérhefti Ritsins um minni, þá man hver og einn menningar-
hópur „fortíð sína“, en „staðsetning og sviðsetning þessarar upprifjunar“ er
eitthvað sem er áhugavert fyrir fræðimenn að kanna.19 og kannski væri ein-
mitt áhugavert að velta fyrir sér hverju viðmælendur hafa „gleymt“ í frá-
sögum sínum, en þetta samspil minnis og gleymsku hefur einmitt lengi
verið svo mikilvægt í rannsóknum sem tengjast minni.20 Þrátt fyrir að
minnst sé á félagslegt minni í upphafi ritgerðar fer lítið fyrir greiningu á
viðtölunum út frá slíkum hugmyndum síðar í ritgerðinni.
Hvað varðar forréttindastöðu Dana á Íslandi má einnig velta fyrir sér
hér hvernig sú saga mótar sýn viðmælenda. Þegar viðmælendur líta til baka
í frásögum sínum, hvernig mótar þá vitneskja þeirra um fyrra stjórnmála-
samband Íslands og Danmerkur, sem og forréttindastaða Dana í byrjun
aldar innar, sýn þeirra í samtímanum? Þegar viðmælendur muna eftir og
túlka ákveðin viðhorf í sinn garð — og reyna að gera þau skiljanleg í
nútímanum — hvaða áhrif hefur þá sú staðreynd að þeir eru hluti af hópi
sem hefur misst forréttindastöðu á ákveðnu tímabili?
Draga má saman þessar spurningar sem beinast að aðferðafræði á eftir-
farandi hátt: Hvernig hefur umgjörð viðtalanna, þar á meðal áhersla á varð -
veislu undir nafni, mótað áherslur viðmælenda? Hvernig hefur það mótað
rannsóknarniðurstöður að ólík gögn eru notuð til þess að skoða megintíma-
bil rannsóknarinnar og þá sérstaklega út frá því hvernig einstaklingar
sviðsetja fortíðina?
andmæli144
19 Daisy Neijmann og Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Af minni og gleymsku“,
Ritið 13:1 (2013), bls. 3–8, hér bls. 3.
20 kristín Loftsdóttir, „endurútgáfa Negrastrákanna. Söguleg sérstaða Íslands,
þjóðernishyggja og kynþáttafordómar“, Ritið 13:1 (2013), bls. 101–124.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 144