Saga - 2014, Qupperneq 153
Myndir sem flokka má sem viðburðamyndir eða fréttamyndir eru næsta
fáar í bókinni og má ætla að það endurspegli varðveitt myndasafn Sigfúsar.
Auk tveggja mynda tengdra þjóðhátíðinni má nefna eina frá afhjúpun styttu
Bertels Thorvaldsen 1875 og aðra frá jarðarför og líkfylgd Jóns Sigurðssonar
og Ingibjargar einarsdóttur 1880. eitt af því sem kemur manni á óvart við
myndasafn Sigfúsar (eða valið úr því) er hversu mannlífsmyndir úr hvers-
dagslífinu eru fáar (næstum óþekktar). Dæmi um myndefni á mörkum
fréttnæmra viðburða og hversdagslífs eru þekkt mynd af vesturfaraskipinu
Camoens í hafís á Norðurfirði sumarið 1883 (bls. 125), myndir af vesturför-
um um borð í sama skipi 1885 og 1886 (bls. 147 og 168) og mynd sem sýnir
útskipun sauðfjár frá Reykjavík, tekin um 1885 (bls. 146). Sjaldséð hvers-
dagsraunsæi (sem þó var alls ekki ætlan myndasmiðsins) birtist í mynd af
líkfylgd á leið frá Dómkirkjunni upp í Hólavallagarð. Inga Lára telur líklegt
að hún hafi verið tekin eftir pöntun, þótt ekki hafi verið um fyrirmann að
ræða, og líkfylgdin hafi verið fremur fámenn. Þessi mynd er ágætt dæmi um
hvernig skýringartextarnir sem birtir eru aftast í bókinni varpa oft áhuga-
verðu ljósi á þann heim sem myndirnar birta, hvort sem um er að ræða ein-
stakar staðreyndaupplýsingar eða almenn atriði. Það er auðvitað álitamál
hvort slíkir textar eigi heima nær myndunum, en hugmyndin er sjálfsagt sú
að láta myndirnar njóta sín ótruflaðar en gefa lesanda engu að síður auð -
veldan aðgang að helstu upplýsingum.
Hversdagsmyndir eru oftast af götum í þéttbýli eða hafnarmannvirkj-
um/skipum. Þær eru ekki allar mannlausar þótt fólk sé sjaldnast í aðalhlut-
verki. Hornaflokkur spilar í Austurstræti, um 1855 (bls. 156) er mannmörg
mynd af götulífi sem sýnir vel vandkvæðin við slíkar tökur. Lítill hópur
fyrir miðri mynd er sýnilega meðvitaður um tökuna og er jafnframt fókus-
punktur hennar, en aðrir eru flestir á mikilli hreyfingu og eftir því óskýrir.
Annars eru þær myndir sem sýna fólk flestar uppstilltar, m.a. þrjár myndir
teknar á eyrarbakka 1886 (bls. 160, 162 og 163).
Bók Ingu Láru Baldvinsdóttur og Ívars Brynjólfssonar um mynda -
smiðinn Sigfús eymundsson ber nokkur merki þess að vera sérlega íburðar-
mikil og glæsileg sýningaskrá, á tæplega 200 blaðsíðum í stóru broti,
prentuð á þykkan pappír og bundin í hörð spjöld. Myndahluti bókarinnar
er fallega fram settur og vegleg umgjörð fyrir þann mikla sjóð sem mynda-
safn Sigfúsar eymundssonar er. eins og fram hefur komið orkar uppsetning
megintextans tvímælis, að mínu mati, einkum fyrir þá sök að hann er rofinn
með innskotsgreinum. Ég freistast til að álykta að þetta sé tilraun til að koma
sýningartextum til skila án þess að fella þá í samfellt mál. Að lokum verð ég
að minnast á bókarkápuna sem er að mínu mati miður vel heppnuð, einkum
hvað varðar litaval og leturgerð, og sjálfsagt að nefna það hér þar sem bókin
á að höfða til hins sjónræna.
Það er auðvitað allaf ósanngjarnt að kalla eftir annars konar verki en
gefið er út. Það sækir engu að síður að manni sú tilfinning að enn meiri
ritdómar 151
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 151