Saga


Saga - 2014, Síða 155

Saga - 2014, Síða 155
rætur í sagnaritun sjálfstæðisbaráttunnar, hljómaði ekki sannfærandi á þeim árum þegar Íslendingar voru enn í sálarkreppu eftir hrunið. Bygging frá- sagnarinnar, eða „the narrative arc“ svo gripið sé til ensks faghugtaks úr bókmenntafræði, breyttist því úr niðursveigðum boga (gullöld-hnignun/ niðurlæging-endurreisn) í eins konar rússíbanareið þar sem ris og fall skiptist á með reglubundnum hætti (bls. xi–xii). Þetta sjónarhorn er athyglisvert og býður upp á nýja nálgun í túlkun Íslandssögunnar. við sjáum þetta að hluta til í þeirri tímabilaskiptingu sem Guðni notar í The History of Iceland. Tímamótaárin í frásögn hans eru ekki 930, 1262, 1904, 1918 eða 1944, eins og venjan býður, heldur 999, 1786, 1902, 1940 og 1994 — eina hefðbundna tímamótaárið er 1550 sem markar endalok „kaþólska Íslands“ og upphaf „danska Íslands“. Með þessu leggur hann áherslu á að Íslandssagan gerist ekki í tómarúmi, eða í stöðugri baráttu Íslendinga við umheiminn og náttúruöflin, heldur í alþjóðlegu samhengi. Síðari heimsstyrjöld er gott dæmi um þessa viðhorfsbreytingu, því að í frá- sögn Guðna birtist hún sem tíminn sem breytti öllu í íslensku samfélagi, færði Íslendingum velmegun sem þeir höfðu aldrei þekkt áður og fleytti þeim endanlega inn í nútímann — og það þótt landið væri sennilega aldrei í sögu sinni undir jafnsterkri erlendri stjórn og þá. Hann er þó ekki reiðu - búinn til að taka undir með eindregnustu „endurskoðunarsinnum“ meðal íslenskra sagnfræðinga, því hann segir á einum stað að frelsi frá erlendri stjórn „may indeed have been a necessary prerequisite for material advance- ment rather than its consequence“ (bls. 79). Þetta viðhorf er lýsandi fyrir andann í bókinni. Guðni teflir víða saman mismunandi viðhorfum til álitamála í Íslandssögunni, en lætur lesendum yfirleitt eftir að taka afstöðu til þeirra. Athugull lesandi sér að frásögnin er byggð á rækilegum lestri fyrirliggjandi rannsókna, þótt sjaldnast sé vísað beint til þeirra, og ég sé ekki betur en þar sé jafnan farið rétt með — og tekið skal fram að ekki er hægt að gagnrýna fáar beinar tilvísanir í bókinni, því að slíkt er alsiða í yfirlitsritum af þessari gerð, en þó má benda á að engin regla virðist gilda um það hvenær er vísað til heimilda og hvenær ekki. eins reynir Guðni sitt besta til að gefa mynd af þáttum í sögunni sem sjaldan fá mikið rúm í yfirlitssögum af þessu tagi, og því er sagt frá ýmsu öðru hér en viðhorfum og aðgerðum lítils hóps karla eins og oft vill brenna við í sam- bærilegum ritum. Textinn flýtur líka oftast vel og bókin er því þægileg aflestrar. Að flestu leyti má því segja að The History of Icleand sé vel heppnað yfir- litsrit. Það stakk mig þó við lesturinn að ég var alls ekki viss um fyrir hvern hún er skrifuð. Þetta er að hluta til vandi allra þeirra sem skrifa yfirlitsrit um Íslandssögu fyrir erlenda lesendur. Sambærilegar bækur sem stílaðar eru fyrir innlendan markað hafa þann augljósa tilgang að skýra út sögu vænt- anlegra neytenda, þ.e.a.s. lesandinn tengist frásögninni persónulega og með beinum hætti; sagan kemur honum við vegna þess að hún er að hluta til ritdómar 153 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 153
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.