Saga - 2014, Qupperneq 156
saga hans sjálfs. Slíku er vart til að dreifa þegar skrifað er fyrir lesendur í
hinum stóra heimi, enda er viðfangsefnið smáþjóð sem hefur lítil áhrif haft
á gang veraldarsögunnar. Það kemur líka fram í formála bókarinnar, eftir
ritstjóra „The Greenwood Histories of the Modern Nations“, Frank W.
Thackeray og John e. Findling, að upphaflegur tilgangur hennar hafi verið
að birta sögur þeirra þjóða „whose political, economic, and sociocultural
affairs marked them as among the most important of our time“. Ísland lenti
eðlilega ekki í þeim hópi, en þegar gefnir höfðu verið út um 40 titlar í bóka-
flokknum var ákveðið að víkka sjónarsviðið og segja sögur þjóða — svo
vitnað sé í formála ritstjóranna — „whose histories have had significant
effects on their regions, if not the entire world“. Áhrif Bandaríkjanna ná nú
til heimsins alls, halda þeir áfram, og því telja Bandaríkjamenn sig hafa
„special relationship with almost every other nation“. Samt sem áður þekkja
venjulegir Bandaríkjamenn lítið til sögu þeirra þjóða sem þeir eiga samskipti
við, fullyrða Thackeray og Findling, og úr þessu er höfundum rita í bókar-
flokknum ætlað að bæta (viii). Forsenda bókanna er því ekki endilega sú að
saga þjóðanna sem þar er sögð sé áhugaverð í sjálfri sér heldur að hún teng-
ist væntanlegum lesendum — þ.e. bandarískum nemendum og áhugasöm-
um almenningi („students and interested laypeople“, bls. vi).
Útilokað er að alhæfa nokkuð um slíka lesendur eða hvað það er sem
fangar athygli þeirra. en ef við setjum okkur í spor þeirra sem þekkja lítið
til Íslands eða teljast ekki fyrirfram í hópi „Íslandsvina“ má ímynda sér að
ýmislegt sem sagt er frá í bókinni geti valdið hugsanlegum lesendum nokkr-
um heilabrotum. Að hluta til stafar þetta af því að frásögnin er, eðli málsins
samkvæmt, afar knöpp og því er oft farið það hratt yfir sögu að hætt er við
að lesandinn missi þráðinn. Á rúmlega hálfri blaðsíðu er t.a.m. sagt frá ein-
okunarverslun á 17. öld, tilraunum Danakonungs til að bægja erlendum
fiskiskipum frá Íslandsmiðum, byggingu virkis í vestmannaeyjum, strand-
höggi enskra sjóræningja árið 1614, strandi baskneskra hvalveiðimanna árið
1615, „Tyrkjaráni“ og giftingu Guðríðar Símonardóttur og Hallgríms
Péturssonar (bls. 47). ekki get ég sett neitt sérstaklega út á einstök atriði þess
sem greint er frá á þessari síðu, en hætt er við að þessar upplýsingar reynist
harðar undir tönn fyrir óundirbúinn bandarískan lesanda. einnig má reikna
með að sumt af því sem Guðni tínir til þyki tæplega í sögur færandi. Hvarf
tveggja ungra manna árið 1974 var t.a.m. stórfrétt á Íslandi (bls. 124) og
veldur enn deilum eins og kunnugt er, en það hefði sjálfsagt ekki ratað inn
í stutt yfirlitsrit um sögu margra þjóða í heiminum annarra en Íslendinga.
ekki bætir úr skák að útgefendur bókarinnar gera lítið til að auðvelda les-
endum að nota bókina. Í henni allri er þannig aðeins ein skýringarmynd,
þ.e. yfirlitskort af Íslandi með örfáum staðarnöfnum. Fyrir nútímalesendur,
sem vanir eru myndrænni framsetningu, virkar þetta frekar fráhrindandi.
Það vekur heldur ekki traust á bókinni að sá sem skrifaði textann aftan á
henni virðist ekki hafa lesið hana vel, því að honum tekst að koma tveimur
ritdómar154
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 154