Saga - 2014, Page 160
eftir að Sögufélag seldi hús sitt við Fischersund hefur rekstur
þess framar öllu snúist um útgáfumál: Sögu, ný rit og sölu eldri
verka. Segir nú frá þessari starfsemi, fjármálum og öðrum mál -
efnum sem ég rakti í skýrslu stjórnar og vek frekari athygli á hér. Að
því loknu víkur sögunni að öðrum dagskrárliðum aðalfundar.
Saga. Hausthefti Sögu, tímarits Sögufélags, kom út í desember
2013. Ritstjóri var sem fyrr Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur og í rit-
nefnd sátu sömu fulltrúar og áður: Davíð Ólafsson, Már Jónson, Páll
Björnsson, Ragnheiður kristjánsdóttir og Sveinn Agnarsson — öll
sagnfræðingar og sá síðasttaldi hagfræðingur að auki. Þungamiðju
heftisins mynduðu þrjár fræðigreinar. eggert Þór Bernharðsson
skrifaði greinina „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan. Heimilda -
grunnur morðbrennunar á Illugastöðum 1828.“ eggert fór þar yfir
tiltækar heimildir um þann atburð og varpaði fersku ljósi á hann.
erla Hulda Halldórsdóttir skrifaði um hagnýtingu skriftarkunnáttu
á Íslandi snemma á nítjándu öld og studdist þar við bréfaskriftir
fjögurra skyldra kvenna á tímabilinu. Loks skrifaði Þór Whitehead
grein sem nefnist „Ástandið og yfirvöldin. Stríðið um konurnar
1940−1941.“ Birtust þar í fyrsta sinn ýmsar samtímaheimildir um
„ástandið“ svonefnda og viðbrögð stjórnvalda. vakti greinin tals-
verða athygli, eins og reyndar skrif erlu Huldu og eggerts Þórs
sömuleiðis.
Tvær viðhorfsgreinar voru í hausthefti Sögu, eftir Helga Skúla
kjartansson og Sigurð Hjartarson. Tvær voru athugasemdir sömu-
leiðs en ritdómarnir fimm. Forsíðu tímaritsins prýddi hluti málverks
Sigríðar einarsdóttur Magnússon af Málfríði, tík eiríks Magnús -
sonar, eiginmanns hennar.
vorhefti Sögu 2014 var dreift í maí undir óbreyttri ritstjórn og rit-
nefnd. Þar var á forsíðu ljósmynd Ingibjargar Ólafsdóttur af systur
sinni, Hallfríði, við klettaklifur í Tindfjöllum árið 1953. Burðar grein -
ar ritsins voru þrjár eins og í síðasta hefti; Jóhanna Þ. Guðmunds -
dóttir lýsti viðreisn garðræktar á Íslandi á seinni hluta 18. aldar og
Guðmundur Hálfdanarson leitaði svara við þeirri einföldu en samt
flóknu spurningu hvort Ísland hafi verið nýlenda. Loks birtist grein
Sverris Jakobssonar, „Ísland til leigu. Átök og andstæður 1350−
1375.“ viðhorfsgreinar voru einnig þrjár. Helga kress tók upp þráð
eggerts Þórs Bernharðssonar og fjallaði áfram um Natansmál.
Saman gerðu Loftur Guttormsson og Helgi Skúli kjartansson ýmsar
athugasemdir við nýlegar rannsóknir vilborgar Auðar Ísleifsdóttur
á siðaskiptunum. Óðinn Melsteð kynnti til sögunnar umhverfis-
af aðalfundi sögufélags 2014158
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 158