Saga - 2017, Page 8
vilhelm vilhelmsson
Tóvinnuskóli Rannveigar Líndal
í Julianehåb 1921–1923
Eftir hæga siglingu yfir nóttina inn eftir mjóum firði komum við um
sólar uppkomu inn í Júlíanehaabsfjörð. Strendurnar auðar og graslaus-
ar, ekkert annað en steinn og berar klappir að sjá. Það hefir aðeins
snjóað lítið eitt, og veður hið indælasta … Ég svaf vel út, og þegar ég
kom upp á dekkið var grænlenski lóðsinn að koma um borð, það var
fyrsti Grænlendingurinn sem ég sá. Mér datt í hug kínverjinn sem var
með Íslandi á leið til Danmerkur. Svo komu fleiri Grænlendingar á bát-
um sínum allir líkir hver öðrum … [U]ppi á bryggjunum úði og krúði
af fólki, stúlkum í alla vega litum fötum, mest bar á sauðalitnum. Allt
þetta fólk er miklu minna en það Skandinavíska, svona að sjá yfirleitt.1
Þannig lýsti Rannveig Hansdóttir Líndal (1883–1955) komunni til
Grænlands í dagbók sinni þann 21. október 1921. Þangað var hún
komin til þess að kenna grænlenskum stúlkum að sortera, tægja,
kemba, spinna, vefa, prjóna og almennt að vinna nýtilega hluti úr
ull. Hún bjó um tveggja ára skeið, frá 1921 til 1923, í Julianehåb
(Qaqortoq) á suðvesturströnd Grænlands auk þess sem hún ferðað -
ist um nálæg héruð og aðstoðaði og fræddi íbúa um meðferð ullar
og nýtingu innmatar og annarra sauðfjárafurða.2 Rannveig hélt dag-
bók um dvöl sína í Grænlandi, auk þess að skrifa fjölda bréfa til vina
og ættingja á Íslandi, og eru þessar heimildir að stórum hluta varð -
veittar á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu ásamt ljósmynda -
Saga LV:2 (2017), bls. 7–11.
F O R S Í Ð U M y N D I N
1 Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu (Skjal. V-Hún.). HVH/14 Lækjamót. A-
3-2. Dagbækur Rannveigar H. Líndal. Grænlandsdagbók, færsla dags. 21. októ-
ber 1921. Leyst hefur verið úr styttingum og stafsetning færð til nútímaháttar.
2 Um Grænlandsdvöl Rannveigar má fræðast nánar á sýningunni Þar sem firðir
og jöklar mætast: Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal 1921–1923 á Byggðasafni
Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði.
Vilhelm Vilhelmsson, ritstjóri Sögu, vilhelmv@hi.is
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 7