Saga - 2017, Page 12
hætti að merkingin breytist. Í bréfi sínu til Halldóru skrifaði Rannveig
að grænlensku stúlkurnar eigi að ráða sjálfar litavali af því að „það
dugi ekki að reyna að gera þær danskar.“ Í Hlín stendur hins vegar:
„En af dönsku stjórninni hef jeg verið beðin, umfram alt, að láta stúlk-
urnar ráða tilhögun og litum sem mest, það eigi, fyrir hvern mun, ekki
að gera þær danskar“ (áhersla í heimild).11 Hér hefur merkingin tekið
nokkrum breytingum og það er umhugsunarvert hvers vegna
Halldóra hefur kosið að breyta orðum Rannveigar með þessum hætti.
Störf Rannveigar á Grænlandi voru fleiri. Auk ullar- og tóvinnu
kenndi hún sláturgerð og aðra nýtingu á sauðfjárafurðum. Einnig
kenndi hún bæði Dönum og Grænlendingum í Julianehåb orgelleik
og söng í frítíma sínum, stýrði kórum og kvartettum og hélt
tónleika. Sumarið 1922 var hún verkstjóri við veiðar á smásíld við
Hvalseyjarfjörð. Síldin var ætluð sem fóðurbætir fyrir kindurnar.
Sumarið á eftir ferðaðist hún um smærri byggðalög á suðvestur-
strönd Grænlands og kenndi þeim sem höfðu sauðfé íslenskar
aðferðir við rúningu og ullarþvott. Það var á þessum ferðum sem
Rannveigu fannst hún fyrst í raun kynnast Grænlandi, íbúum þess
og menningu. Hún var oft ein á ferð og þó að hún hafi verið orðin
samræðufær á grænlensku þá leitaði hún uppi einstaklinga sem
kunnu dönsku og gátu túlkað fyrir hana.
Rannveig fór alfarin frá Julianehåb um haustið 1923. Eftir vetrar-
dvöl í Danmörku og Svíþjóð flutti hún aftur til Íslands og hélt áfram
kennslustörfum. Grænland var henni þó áfram ofarlega í huga. Um
tíma stóð til að hún færi aftur til kennslustarfa í Julianehåb en ekkert
varð af þeirri ráðagerð. Hún hélt bréfasambandi við ýmsa sem hún
kynntist á Grænlandi og hún og bróðir hennar, Jakob Líndal bóndi
á Lækjamóti og jarðfræðingur, stóðu fyrir því að grænlensk ung-
menni sem lærðu búvísindi voru send í árslanga vinnumennsku hér
á landi sem hluta af námi sínu, langflest á Lækjamót í Víðidal en
einnig á aðra bæi í Húnavatnssýslu. Þeir fyrstu komu hingað til
lands sumarið 1927 en þetta fyrirkomulag var við lýði allt fram á
níunda áratug tuttugustu aldar.12
tóvinnuskóli rannveigar líndal 11
11 Rannveig H. Líndal, „Frjettabref Rannveigar H. Líndal frá Grænlandi til
Halldóru Bjarnadóttur 1921, 1922 og 1923“, Hlín: Ársrit Sambands norðlenskra
kvenna 44:1 (1957), bls. 16–38, hér bls. 23.
12 Skjal.V-Hún. Jakob Líndal 1987 AA/1. Bréfasafn. Erlendir bréfritarar.
Grønlands styrelse til Rannveigar H. Líndal 16. maí og 28. júlí 1927; Samtal
höfundar við Elínu R. Líndal bónda á Lækjamóti, 5. september 2017.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 11