Saga - 2017, Page 14
Álitamál
Varðveisla menningarminja
Varðveisla menningarminja er eldfimt málefni sem oftast kemur
upp í tengslum við nýbyggingar eða aðrar framkvæmdir og snýst
þá um hvað eigi að varðveita af gömlum húsum eða fornminjum
sem liggja í jörðu. Og víða á landsbyggðinni liggja fornir kirkju-
garðar og minjar um búsetu undir skemmdum vegna ágangs sjávar.
Á liðnu sumri (2017) voru einmitt verið fréttir af merkum fornleifa-
uppgreftri á Dysnesi í Eyjafirði, en þar er fyrirhugað að gera stór-
skipahöfn á næstu árum.1 Í Reykjavík er gamli kirkjugarðurinn,
Víkurgarður, til umræðu og sitt sýnist hverjum um réttmæti þess að
yfir hluta hans verði byggt hótel.2 Í Reykjavík hefur einnig spunnist
umræða um varðveislu gamalla húsa í miðbæ Reykjavíkur og
hvernig búið er að þeim innan um nýbyggingar í allt öðrum stíl (t.d.
Laugavegur 4−6). Og árið 2015 reif verktaki fyrir mistök friðað hús
við Tryggvagötu í Reykjavík.
Umræða af þessu tagi er ekki ný af nálinni. Torfusasmtökin, sem
börðust fyrir varðveislu húsa í miðbæ Reykjavíkur, voru stofnuð
1972. Þá hafði torfbæjum verið rutt um koll víða um land enda voru
þeir í augum margra minnisvarði um fátækt og eymd þjóðar en ekki
menningarverðmæti sem bæri að varðveita.3
Saga LV:2 (2017), bls. 13–52
Á L I TA M Á L
1 Vef. „Bjarga minjum fyrir framkvæmdir á Dysnesi“, RÚV, 14. júní 2017,
http://www.ruv.is/frett/bjarga-minjum-fyrir-framkvaemdir-a-dysnesi, skoðað
26. sept. 2017.
2 Vef. „Telur að pólitík en ekki fornminjar ráði för“, RÚV, 23. júlí 2017, http://
www.ruv.is/frett/telur-ad-politik-en-ekki-fornminjar-radi-for, skoðað 26. sept.
2017.
3 Um torfbæi sjá m.a. Sigurjón Baldur Hafsteinsson og María Guðrún Jóhannes -
dóttir, „Moldargreni og menningararfur. Útrýming og arfleifð torfhúsa“, Menn -
ingararfur á Íslandi. Greining og gagnrýni. Ritstj. Ólafur Rastrick og Valdimar Tr.
Hafstein (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2015), bls. 193–218.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 13