Saga - 2017, Page 15
Í ljósi þessarar umræðu báðu ritstjórar Sögu nokkra fræðimenn
og sérfræðinga um þetta efni að velta því fyrir sér út frá spurn -
ingum og hugleiðingum okkar ritstjóranna. Í fyrsta lagi báðu rit-
stjórar höfunda að hafa í huga lög um menningarminjar frá 2012 en
þar segir í 1. grein:
Tilgangur laga þessara er að stuðla að verndun menningarminja og
tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi
kynslóða. Menningarminjar teljast ummerki um sögu þjóðarinnar, svo
sem fornminjar, menningar- og búsetulandslag, kirkjugripir og minn-
ingarmörk, hús og önnur mannvirki, skip og bátar, samgöngutæki, list-
munir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menning-
arsögu þjóðarinnar. Lög þessi ná einnig til staða sem tengjast menning-
arsögu.
Lög þessi eiga að tryggja eftir föngum varðveislu menningarminja
í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menning-
arminjum og greiða fyrir rannsóknum á þeim.
Auk þess óskuðu ritstjórar eftir því að höfundar hefðu fáeinar
spurningar til hliðsjónar við skrif sín, en ekki var gerð krafa um að
þeim yrði svarað lið fyrir lið enda væri það ærið viðfangsefni.
Spurningarnar voru eftirfarandi:
Hvað eru menningarminjar?
Er hægt, eða yfir höfuð æskilegt, að varðveita allt sem flokkað er undir
menningarminjar?
Hvernig forgangsröðum við?
Hvað á að varðveita?
Er munur á viðhorfi til menningarminja eftir því hvers eðlis þær eru?
• hús / mannvirki / rústir.
• fornleifar í jörðu.
• kirkjugarðar.
• o.s.frv., sbr. upptalningar í lögum.
Er munur á viðhorfi til menningarminja úti á landi og í þéttbýli (þá
einkum Reykjavík)?
Eru lög um menningarminjar nógu skýr?
Hver eru viðurlög við skemmdum á minjum? Standa eftirlitsaðilar sig?
Vantar upp á langtíma-stefnumörkun í málefnum menningarminja í
stjórnsýslunni?
Við leituðum til Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings, sem hefur
stjórnað uppgrefti í miðbæ Reykjavíkur, á Alþingisreitnum svo-
kallaða og í Víkurgarði, þar sem rask og byggingaráform hafa ein-
álitamál14
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 14