Saga - 2017, Page 20
vala garðarsdóttir
Hver á menningararfinn?
Undanfarin misseri hefur mikil umræða skapast um þær forn- og
menningarminjar sem rannsóknir hafa beinst að upp á síðkastið,
bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Þessi umræða hófst ekki að
ástæðulausu því svo virðist sem ekki sé sama hvers eðlis rannsókn-
arefnið er né hvar. En til þess að útskýra gróflega eðli fornleifarann-
sókna er ágætt að benda á að fornleifauppgröftur er gerður þegar
um er að ræða rannsókn eða björgun minja sem liggja í jörðu, iðu -
lega vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Minjastofnun Íslands annast
leyfisveitingu og eftirlit þegar um er að ræða uppgröft og fer eftir
þeim lögum sem gilda um slíkar rannsóknir, þ.e. lögum um menn-
ingarminjar, sem sett voru af Alþingi árið 2012.7 Samkvæmt þeim
má enginn hefja fornleifauppgröft án leyfis Minjastofnunar. Stofn -
unin setur skilyrði og samþykkir hvort farið verði í uppgröft eða
ekki. Til grundvallar samþykki á rannsókn liggur ætíð rannsóknar-
áætlun, kostnaðaráætlun og framkvæmdaráætlun ásamt öðrum
þátt um.
Lög um menningarminjar eru skýr. Þær minjar sem við eigum
eru okkar allra. Við sem þjóð, sem ein heild, deilum menningararf-
inum og okkur ber að virða hann óháð því hvaðan hann kemur og
hvar hann er á landinu, hvort sem um er að ræða minjar frá nítjándu
öld eða þeirri níundu, kuml eða naust, gröf eða bæjarstæði. Um
minjar gildir jafnræði. Við nútímafólk getum ekki metið hvort
minjar á okkar tíma séu merkilegri en aðrar eða hvort fólk nú á dög-
um beri meira skynbragð á fornminjar en fólk á nítjándu öld, hvað
þá heldur hvað fólki fannst um menningararfinn þá. Við vitum það
einfaldlega ekki.
Það er þó þannig, hérlendis sem erlendis, að við mannfólkið
göngum gjarnan í sömu spor og forverar okkar og nýtum þann
grunn sem skapast hefur mann fram af manni, kynslóð eftir
kynslóð. Við njótum góðs af þeim grunni og skilum honum áfram
til næstu kynslóða til að læra af og nýta. Hvernig þessum grunni er
komið til skila til framtíðar og í hvaða formi skiptir öllu máli þegar
álitamál 19
7 Vef. Lög um menningarminjar nr. 80/2012.
Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, VG-fornleifarannsóknir, vgfornleifarannsoknir@gmail.com
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 19