Saga - 2017, Page 21
við ræðum um virðingu við menningararfinn. Um þetta form getum
við síðan deilt til eilífðarnóns því þær tilfinningar sem við, sem nú
lifum, berum í brjósti til liðins tíma eru eins mismunandi og við
erum mörg. Að þessu sögðu skal það áréttað að í gildi eru lög um
menningararfinn sem fræðimönnum, stjórnmálamönnum og sér -
fræð ingum ber að fara eftir þegar kemur að því að varðveita menn-
ingu og minjar liðins tíma.
Það þarf ekki að tíunda það hér að oft hefur mannvirkjum og
mannvistarlögum liðinna kynslóða verið rutt til, þau skemmd og
brotin án nokkurs hiks eða umræðu um hvort eðlilegt þyki að svo
sé gert. Við erum sem betur fer orðin mun meðvitaðri um mikilvægi
þess að varðveita þær menningarminjar sem við eigum í samein -
ingu og hafa gert okkur að þjóð. Við lærum í auknum mæli af sög-
unni, reynum að læra af syndum feðranna og vitum að hversu lítil-
fjörlegt sem það kann að virðast þá skiptir öllu máli að fara vel með
það sem við fengum í arf.
Það er ekki að undra að mörgum þyki óeðlilegt að með fornleifa-
rannsóknum skuli það sem liggur í jörðinni vera tekið upp og fjar-
lægt. Mörgum finnst líklega að verið sé að eyðileggja og vanvirða
þær minjar sem rannsaka skal og má í því samhengi nefna grein
eftir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörð, sem birtist í Morg -
un blaðinu árið 2013.8 En við getum líklega deilt um þetta til eilífðar-
nóns.
Með rannsóknum erum við að auka þekkingu okkar á fortíðinni,
skrásetja og forverja minjar, skrifa um það sem ekki var vitað áður
og bæta við fyrri þekkingu. Við erum að afla upplýsinga og auka
skilning okkar á því sem áður var gert, hvernig Íslendingar háðu
lífsbaráttuna og drógu björg í bú, fræðast um innlend og erlend
samskipti forfeðra okkar og -mæðra, verkmenningu í landi og á sjó,
hefðir og hjátrú, trúarhætti, félagslíf, búskaparhætti og svo mætti
lengi telja. Við viljum skilja það sem áður fyrr var gert, hver við
erum og hvaðan við komum. Það er virðingarvert og eðlilegt og að
sama skapi virðingarvottur við þá sem byggt hafa upp okkar marg-
brotna og ríka samfélag.
álitamál20
8 Þór Magnússon, „Hver á kirkjugarðinn?“, Morgunblaðið 8. júlí 2013.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 20