Saga - 2017, Side 24
var á því hvernig litið var á uppgraftarsvæðin út frá eðli þeirra og
staðsetningu. Eins og talið er hér að ofan, voru þetta allt fram-
kvæmdarannsóknir og rannsakaðar voru minjar allt frá fyrstu tíð,
meðal annars grafir og kuml. Um Landssímareitinn í Reykjavík var
mikið skrifað í blöð og tímarit á þá leið að að virða ætti grafarhelgi,
en ekki bar á slíkri umfjöllun um Dysnes og Bakka.16 Út frá faglegu
og fræðilegu sjónarmiði þykir mér óeðlilegt að gerður sé greinar-
munur á því hvar á landinu menningararfur okkar er eða hvers eðlis
hann er. Það að höfuðborgin sé frábrugðin öðrum stöðum á ekki að
skipta máli, enda er það staðreynd nútímans en ekki fortíðarinnar
hvað þá heldur óskrifaðrar framtíðar. Það er umdeilanlegt hvort
yfirleitt sé eðlilegt að fjarlægja minjar en staðsetningin ætti þó ekki
að skipta máli.
Rannsóknir á jarðneskum minjum forfeðra okkar eru eðlilega
álitamál og viðkvæmt af mörgum ástæðum. Hinsti hvílustaður
þeirra, óháð trú, er og verður viðkvæmt umræðuefni einmitt vegna
þeirra tilfinninga sem við berum til slíkra staða. Það er samt sem
áður þannig að rannsóknir á legstöðum heiðinna manna jafnt sem
kristinna hafa verið stundaðar hér á landi, og erlendis, í áratugi og
jafnvel um aldir. Í mörgum tilfellum er um tilviljun að ræða vegna
framkvæmda og stundum björgunar, en oftast eru þetta fyrir-
framákveðnar rannsóknir þar sem rannsóknarspurning liggur til
grundvallar. Má í þessu samhengi nefna rannsóknirnar á Skriðu -
klaustri í Fljótsdal, í keflavík og á Hegranesi í Skagafirði, á Hofs -
stöðum í Mývatnssveit, í Skálholti í Biskupstungum, Reykholti í
Borgarfirði og Viðey á Viðeyjarsundi, svo fáeinar séu nefndar. Við
ýmsar framkvæmdir víða um land hafa komið í ljós kirkjugarðar,
kumlateigar eða kuml sem ekki var áður vitað um og í þeim til -
fellum er farið í svokallaðan björgunaruppgröft. Þessi tilfelli eru oft
í tengslum við vegaframkvæmdir, framkvæmdir við nýbygg ingar í
sveitum, lagnagerð og annað sem leitt hefur í ljós áður óþekktar
minjar. Minjastofnun sér um eftirlit með slíku og í hverjum fjórðungi
eru minjaverðir sem vinna að því meðal annars að skrá þekktar
minjar og hafa eftirlit með þeim. Það gerist því miður enn að ekki sé
tilkynnt um minjar í jörðu, þegar framkvæmdir eru annars vegar, en
þó mun sjaldnar en áður var.
álitamál 23
16 Þórir Stephensen, „Hlífum elsta helgistað Reykjavíkur — áskorun til ríkis-
stjórnarinnar“, Morgunblaðið 30. ágúst 2017.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 23