Saga - 2017, Síða 26
frekar en annað? Jú, svarið er líklega Minjastofnun, mennta- og
menningarmálaráðherra, dómsmálaráðherra, sveitarfélög, einka -
aðilar, hagsmunasamtök, félagasamtök, fjölskyldur og einstaklingar.
Með öðrum orðum við öll sem þjóð. Þetta er okkar menningararfur
og við eigum að virða hann sem heild og sameiginlega.
Rannsóknir eru mikilvægar. Ef við fjarlægjum minjar er það gert
á þeim forsendum að vandað sé til verka og farið eftir lögum sem
um slíkt gilda. Við gerum það ekki síst af virðingu við fortíðina og
minjarnar sjálfar. Þekkingin situr eftir og við auðgumst á því og bæt-
um við söguna sem var okkur áður hulin, jafnvel glötuð og óþekkt,
til að mynda sögu hins hversdagslega, sögu einstaklinga, kotbænda
og sauðsvarts almúga sem aldrei var skrifað um. Við eigum að sam-
eina krafta okkar og sérfræðiþekkingu til þess að miðla því sem
áður var — og gera það vel, af virðingu við okkur sjálf og forfeður
okkar. Þannig varðveitum við menningararfinn í bland við það sem
er og verður á söfnum landsins eða í jörðu; með varðveislu gripa,
uppbyggingu og endurgerð á eldri húsum, póstleiðum, vörðum,
túngörðum, naustum, sjóbúðum, hjöllum, öskuhaugum, bæjarhól-
um, slóðum og vegum, brúm, bryggjum, kvíum, stekkjum, álaga-
blettum og öllu sem við eigum. Þannig sýnum við í verki að þótt við
byggjum á sama stað mann fram af manni mun sagan um það sem
var aldrei hverfa.
álitamál 25
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 25