Saga - 2017, Page 28
tækifæri blasti við? Ástæðan var sú að borgarbúar bera mikla virð -
ingu fyrir sögunni og menningarminjum. Battlefields-garðurinn
(Parc des Champs-de-Bataille) er sögulegur borgargarður sem í dag
er lunga Québecborgar. Garðurinn var formlega stofnaður árið 1908
á svæði þar sem orrusta milli Frakka og Breta, sem lauk með sigri
þeirra síðarnefndu, var háð haustið 1759. Orrustan skipti sköpum
um stofnun kanada því þarna töpuðu Frakkar yfirráðum sínum.18
Á vígvellinum eru engar sjáanlegar menningarminjar, aðeins vel
snyrtar grasflatir, en sagan gerir það að verkum að þarna varð til
staður sem menn vilja með engu móti raska. Það gera kanadamenn
af virðingu fyrir því sem þarna gerðist, ekki því sem þarna er.
Á Íslandi, þar sem minna er til af sýnilegum sögulegum minjum
en víðast annars staðar, datt mönnum í hug að byggja á einum sögu-
legasta stað Reykjavíkurborgar, í Víkurgarði. Áformað er að byggja
hótel á aldagömlum heilögum reit í miðri borginni. Víkurgarður á
líklega meira en 1000 ára sögu sem helgasti staður borgarinnar,
„Helgistaður tvennra trúarbragða“.19
Það sem garðurinn í Québec og Víkurgarður eiga sameiginlegt
er að á báðum stöðum urðu sögulegir atburðir. Munurinn á grasflöt-
unum í Québec og Víkurgarði er sá að menningarminjar á fyrri
staðnum eru engar en hins vegar bæði jarðneskar leifar og kuml að
finna á síðari staðnum. Á þessu fallega landi í Québec hafa athafnir
manna engin áhrif haft á mótun landslagsins. Aðeins einn viðburð -
ur í sögunni gerði það að verkum að sátt var um að láta þetta svæði
í friði um alla framtíð.
Birna Björnsdóttir landslagsarkitekt vann samkeppni um endur-
mótun Arnarhóls árið 1985.20 Við frekari vinnslu og uppgröft árið
1993 kom í ljós að þar var fornleifar að finna.21 Þar sem stytta Ingólfs
er fundust minjar frá tólftu og þrettándu öld en þar voru áður bæjar -
álitamál 27
18 Fred Anderson, Crucible of War: The Seven Years’ War and the Fate of Empire in
British North America, 1754–1766 (New york: Vintage 2000).
19 Þórir Stephensen, „Víkurgarður í Reykjavík. Helgistaður tvennra trúarbragða“,
Bautasteinn 22:1 (maí 2017), bls. 26–27. Sjá einnig aðsendar greinar eftir Þóri um
Víkurgarð í Morgunblaðinu, einkum í ágúst 2017.
20 Sjá t.d. Þjóðviljinn 1. júní 1985, bls. 9.
21 Fornleifauppgröftur í kjölfar samkeppninnar um endurmótun Arnarhóls. Sjá
t.d. Ragnar Edvardsson, „Fornleifar á Arnarhóli“, Árbók Hins íslenzka fornleifa-
félags 91. árg. (1994), bls. 17–28; Lísa Guðmundsdóttir o.fl., Húsakönnun og forn-
leifaskráning vegna fyrirhugaðs tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn.
Skýrsla nr. 117 (Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur 2005).
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 27