Saga - 2017, Page 33
Þegar hugað er að friðun húsa og umhverfis þeirra skiptir
staðar andinn meginmáli en eins og dæmin sanna missir friðun ein-
stakra bygginga að sumu leyti marks ef samhengi þeirra í umhverf-
inu er rutt í burtu.29
Í lögum um menningarminjar frá árinu 201230 er einkum fjallað
um fornminjar ýmiskonar, einstök hús og mannvirki, skip og báta,
samgöngutæki, menningarlandslag og nytjahluti sem eru vitnis-
burður um menningarsöguna. Ekki er í lögunum sérstaklega fjallað
um næsta umhverfi þess sem á að vernda eða staðarandann.
Í menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagerð31 er fjallað
um eitthvað sem fallið getur undir staðaranda. Þar segir meðal ann-
ars að áhersla skuli lögð „á heildarmynd og mælikvarða þegar
byggt er í og við eldri byggð.“ Í stefnunni er talað um að „hvetja
skuli til heildarhugsunar forms og rýmis, hlutfalla, efnis og litanotk-
unar í samspili við umhverfið.“ Í stefnunni segir að góð hönnun sé
„ná tengd stað og notkun“ og feti „varlega um tímabundnar sveiflur
tískunnar hverju sinni.“32 Í raun er hér verið að hvetja til staðbund-
innar byggingarlistar, „regionalisma“.
Í skipulagslögum33 er lauslega tekið á staðarandanum. Þar er
talað um „hverfisvernd“, sem er nátengd stað og notkun, og þess
óskað að farið sé varlega þegar tískusveiflur eru annarsvegar. Þá
segir í lögunum að í eldri hverfum skuli lagt mat á varðveislugildi
og svipmót byggðar og einstakra bygginga sem fyrir eru (gr. 5.3.2.1.)
Í lögum um umhverfisvernd er líka tekið á byggðamynstri og
hverfis vernd og lögð áhersla á yfirbragð byggðar og verndun sér-
kenna eldri byggðar.
Í aðalskipulagi Reykjavíkur AR2010–203034 er líka tekið á staðar-
andanum þótt það orð sé ekki notað. Í skipulaginu er talað um
„borgarverndarstefnu“ og að „í miðborg Reykjavíkur séu fólgin mikil
álitamál32
29 Nýbyggingar við friðuð hús að Laugavegi 4–6 eru dæmi um það.
30 Vef. Lög um menningarminjar nr. 80/2012.
31 Menningarstefna í mannvirkjagerð. Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist
(Reykjavík: Menntamálaráðuneytið 2007). Endurútgefið á netinu 2014, Vef.
https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-
menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf, skoðað 4. okt. 2017.
32 Menningarstefna í mannvirkjagerð, bls. 13
33 Vef. Alþingi. Skipulagslög nr. 123/2010, https://www.althingi.is/lagas/nuna
/2010123.html, skoðað 5. okt. 2017.
34 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010–2030 (Reykjavík: Crymogea 2014), bls. 152, 159.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 32