Saga - 2017, Page 40
brott, ekki síst inn á Suðurlandsbraut, og kaffihúsum verið lokað
hverju af öðru. Fyrir borgarstjórnarkosningar 1978 var tekist á um
tillögu, sem kom fram 1977, um að rífa gömlu húsin við núverandi
Ingólfstorg, að austan og sunnan, og reisa í staðinn ný hús og byggja
yfir svonefnt Hallærisplan (áður lóð Hótels Íslands, núna suðurhluti
Ingólfstorgs).39 Í þessu birtist trú á að nýjum, steinsteyptum bygg-
ingum fylgdi „líf“. Þessu var mótmælt og bent á að verðmæti væru
fólgin í gömlum húsum sem yrði að sýna sóma og þeim myndi þá
fylgja „líf“.
Tekist var á um sjónarmið og eins og fram kemur hér aftar var
kvosarskipulagið frá 1986 forsending hin mesta, að mati húsvernd-
unarsinna. Það veldur enn óskunda í miðbænum og raskar grafarró.
Grjótaþorpið
Í Grjótaþorpsskýrslunni er menningarsögulegt mikilvægi húsanna
metið og ástandi þeirra gerð skil. Mörgum hraus hugur við að
vernda Grjótaþorpið sem heild, sögðu að verndunarmenn vildu
vernda „allt“. Því fór fjarri, eins og fram kom í skýslunni; sum gömlu
timburhúsanna í Grjótaþorpi töldust ekki mikils virði og lítil ástæða
þótti að vernda þau. En í mörgum stóð þvert sjónarmiðið um að ófá
húsanna væru „ómissandi“ fyrir umhverfi sitt eða hefðu gildi fyrir
það. Þarna var Grjótaþorpið skoðað sem heild og einkenni þess og
yfirbragð metið, þannig að brotthvarf sumra húsa taldist valda
skerðingu á heildarsvipnum. Fólki var tamt að hugsa um mikilvægi
húsa á allt öðrum nótum, mat mikils reisulegar glæsibyggingar úr
timbri vegna útlits en líka lágreist hús ef þar hafði átt heima fólk
sem taldist merkisfólk. Þannig var um Vaktarabæinn í Garðastræti
23, þar sem Sigvaldi kaldalóns hafði átt heima í æsku. Sumir töldu
sjálfsagt að varðveita húsið til minningar um Sigvalda. Í Grjóta -
þorpsskýrslunni var sagt að húsið væri lítið, illa farið, hefði lítið
notagildi og mætti hverfa. Það taldist ekki hafa gildi fyrir um -
hverfið.40 Ég samsinnti þessum sjónarmiðum á sínum tíma. Menn
ákváðu hins vegar að verja fé til að gera Vaktarabæinn upp og ég
harma það ekki, hann er augnayndi.
álitamál 39
39 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð II. Varðveisluannáll 1863–1990.
Verndunar óskir (Reykjavík: Húsafriðunarnefnd ríkisins 2000), bls. 245–248.
40 Grjótaþorp 1976.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 39