Saga - 2017, Page 43
þingisreit í kirkjustræti 8b og 10.44 Breytt viðhorf björguðu þannig
þessum húsum og fleiri, hvað sem kvosarskipulaginu leið. Það
reyndist vera tímaskekkja.
Ýmist er talað um friðun húsa eða friðlýsingu og er hið síðar-
nefnda miklu formlegri athöfn með aðkomu ráðherra. Þegar lögin
um menningarminjar tóku gildi 2013 fylgdi þeim að hús 100 ára og
eldri væru friðuð sjálfkrafa. Þá hafði húsverndunarstefnan haft svo
mikil áhrif að þetta breytti ekki neinu í kvosinni, svo að vitað sé.
Þannig var t.d. um gömlu húsin við Ingólfstorg; menn virtust al -
mennt afhuga niðurrifi þeirra, ólíkt því sem var 1978. Hins vegar
hafði stundum verið lagt til að hús yrðu færð án þess að ill nauðsyn
krefði, en samkvæmt lögunum um menningarminjar má ekki færa
aldargömul hús og eldri úr stað án leyfis Minjastofnunar. Í lögunum
frá 2013 segir að tryggja skuli „eftir föngum varðveislu menning-
arminja í eigin umhverfi“.
Í kvosarskipulaginu 1986 var gefinn kostur á miklu byggingar-
magni á þröngu og viðkvæmu svæði, Landsímareitnum. Það merkir
að reynt var að koma fyrir, mér liggur við að segja „troða niður“,
stórum byggingum á þröngu svæði sem var viðkvæmt vegna þess
m.a. að þar voru fyrir gömul og merk en lágreist hús. Þrátt fyrir ný
viðhorf til húsverndunar treystu borgaryfirvöld sér ekki til að taka
kvosarskipulagið aftur, fella það niður, af ótta við dómsmál og háar
fjárkröfur. Leyft er að reisa of mikið og of stórt í byggð sem er lág -
reist fyrir.
Mikið hefur áunnist í húsverndun, en eitt gengur heldur treg -
lega. Rætt var um útlit nýbygginga sem ætlað var að standa næst
hinum gömlu húsum við Vallarstræti. Teikningar, sem lagðar voru
fram, voru gagnrýndar fyrir það hversu illa nýbyggingar voru felld-
ar að gömlu húsunum og sett voru fram sjónarmið um að nýju
húsin ættu að vera í sama stíl og hin gömlu. Frá húsverndunarsjónar -
miði er þetta einsýnt; gömul timburhús frá sama skeiði eru t.d. á
þrjá vegu við Ingólfstorg og ættu að ráða allri ásýnd byggðar við
torgið. Enda segir í lögum um menningarminjar að varðveita skuli
„húsaþyrpingar og götumyndir“.
Vandinn við Vallarstræti hefur verið sá að framkvæmdaaðili hef-
ur verið heldur tregur til að fella nýju húsin að byggðinni sem fyrir
er við torgið, a.m.k. tekið því treglega að haga útliti húsanna á þann
álitamál42
44 Guðný Gerður Gunnarsdóttir o.fl., Ingólfstorg og nágrenni. Minjasafn Reykja -
víkur. Skýrsla nr. 157 (2011), bls. 55, 62–63.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 42