Saga - 2017, Side 46
Árið 2013 var bent á það í greinum í dagblöðum að hætta væri á að
bein kæmu upp við gröft fyrir húsi á staðnum, en það hafði engin
áhrif á byggingaráformin.
Farið var eftir sambærilegum en eldri lögum árið 1965.47 Þá
höfnuðu skipulagsnefnd kirkjugarða og dóms- og kirkjumálaráðu -
neytið beiðni Pósts og síma um leyfi til byggingar á umræddum
stað í kirkjustræti, vildu vernda kirkjugarðinn í samræmi við lög.
Sjálf ríkisstjórnin bannaði hina umræddu byggingu.48 Að lokum var
þó leyft takmarkað rask, lítið miðað við það sem til stóð. kirkju -
garður eins og Víkurgarður, sem er aldargamall eða meira, skal líka
vera friðaður samkvæmt lögum um menningarminjar og því fylgir
sjálfkrafa verndun (3. gr. a, 5. gr.). En samt er stefnt að byggingu
stórhýsis, enn sem fyrr, einnig þar sem bannað var að byggja 1966.
Ekki er vitað til að banninu hafi verið aflétt.
Stefna borgarinnar (garðyrkjustjóra) var sú árið 1966 að virt yrði
„forn helgi“ garðsins og 1972 að garðurinn yrði varðveittur sem
„gamall helgireitur“ og nýttur sem almenningsgarður. Þá var talin
með að nokkru spilda gamla kirkjugarðsins, syðst og austast við
kirkjustræti, þar sem blómum hafði verið plantað árið 1978.49 En
eitthvað fór úrskeiðis á árunum frá 1986, þegar kvosarskipulagið
kom fram, til 1988 þegar það var staðfest og þar með skyldi heim -
ilað að reisa hús þarna í gamla kirkjugarðinum. Ekki verður betur
séð en það hafi verið án lagastoðar.50
álitamál 45
1993036.html, skoðað 5. okt. 2017. Eins er í eldri lögum um kirkjugarða, nr.
21/1963, 21. gr.
47 BR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur) Gamli kirkjugarðurinn E/88. Bréf frá
kristjáni Eldjárn til Páls Líndals 2.3. 1965; Skipulagsnefnd kirkjugarða, 6., 7. og
8. fundur 1965, 10. fundur 1966, gögn frá Biskupsstofu; ÞÍ. (Þjóðskjalasafn
Íslands), Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 2002-B/1539, örk 3. kirkjugarðar,
Reykjavík.
48 Sjá um það bréf Jóns Skúlasonar 16. 11. 1966, sbr. ÞÍ. Dóms- og kirkju mála-
ráðuneytið 2002-B/1539, örk 3. kirkjugarðar, Reykjavík.
49 Bragi Bergsson, Almenningsgarðar í Reykjavík. Minjasafn Reykjavíkur. Skýrsla
nr. 165 (2014), bls. 99, 101.
50 Þegar kristján Eldjárn ritaði borgaryfirvöldum 2.3. 1965 um að ekki mætti reisa
hús í Víkurgarði vísaði hann til 21. og 23. gr. laga um kirkjugarða, 21/1963, um
að formlega niðurlagður kirkjugarður væri fornleifar en safnaðarfundur gæti
fengið garðinn í hendur sveitarfélagi sem almenningsgarð. 31.–35. gr. í lögum
um kirkjugarða o.fl., 36/1993, eru sambærilegar. Framkvæmdir núna stríða
gegn lagastöfum eins og 1965. Vandséð er að borgin megi ráðstafa garðinum
sem byggingarlandi.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 45