Saga - 2017, Page 50
Ágengni
Breytingar voru gerðar á kvosarskipulagi árið 2013 að því leyti sem
snerti Landsímareit og Víkurgarð. Þá var einu af markmiðum nýja
skipulagsins lýst svona: „að bera virðingu fyrir sögulegri arfleifð,
staðaranda og menningarlegu hlutverki“. Þetta skal gilda líka í nýju
skipulagi fyrir reitinn sem hefur verið lagt fram til kynningar (júlí
2017).58 Hér vekur orðið „staðarandi“ forvitni enda óvanalegt.
Árið 2008 gaf Hjörleifur Stefánsson út bókina Andi Reykjavíkur.59
Þar er skýrt hvað staðarandi er og skal vísað til þess. Staðarandi er
t.d. annar inni í Borgartúni en við Ingólfstorg og Víkurgarð. Um -
hverfið á síðarnefnda staðnum er mótað af blómaskeiði skútualdar,
1880 til 1910, með myndarlegum timburhúsum í klassískum stíl og
einstaka dæmi eru um hús frá upphafi þorpsmyndunar í Reykjavík
upp úr 1750. Í Borgartúni ríkir annar mælikvarði, annað gildismat
og annar stíll í húsagerð, hinn móderníski, og á vel heima þar. Hinn
móderníski stíll hefur sótt á í kvosinni en ekki verið leyft að taka
völdin. Í stað Aðalstrætis 11 (horfið 1952) kom módernískt hús og
eins í Aðalstræti 9 (Miðbæjarmarkaður) og í stað Fjalakattarins. En
á móti kemur að fjölmörg hús skútualdar standa enn við Ingólfstorg
og hefur verið bjargað, í Aðalstræti varð gagnsókn: Ísafoldarhúsið
var flutt í Aðalstræti 12, Aðalstræti 16 (að stofni Innréttingahús) var
sýndur sómi og Uppsalir og Fjalaköttur reistir í nýrri mynd.
Engu að síður ætla þeir sem nefna staðaranda í deiliskipulags-
breytingum 2013 og 2017 að láta reisa hótelbyggingu í sjálfum
Víkur kirkjugarði og hún skal vera þrjár og hálf hæð í módernískum
stíl. Ekki er gætt sögulegrar arfleifðar eða staðaranda þarna. Það er
hins vegar gert beint á móti, á Alþingisreitnum við kirkjustræti. Þar
er borin virðing fyrir sögulegri arfleifð, staðaranda og menningar-
legu hlutverki. Hið nýja, móderníska hótel hinum megin við götuna
verður miklu stærra en timburhúsin, fái það að rísa, og er eins og
teflt fram þeim til háðungar. Þar með er gert lítið úr sögulegri arf -
leifð og staðaranda. Þetta yrði svipað þeirri ágengni sem svört og
módernísk bygging í Tryggvagötu veitir Naustinu við Vesturgötu.
álitamál 49
58 Breyting á deiliskipulagi, „kvosin“ vegna Landsímareits, staðgreiningarnúmer
1.140.4, sjá: Vef. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/
usk_landsimareitur_kvosin.pdf, skoðað 18. október 2017.
59 Hjörleifur Stefánsson, Andi Reykjavíkur. Genius Reykiavicensis (Reykjavík: JPV-
útgáfa 2008).
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 49