Saga - 2017, Page 51
Og ágengni hótelsins í Víkurgarði yrði dauðadómur yfir garðinum
sem friðhelgum reit.
Víkurgarður og söguleg helgi
Vel má vera að sumir hafi ekki mikinn áhuga á gamalli friðhelgi
kirkjugarða, hún snerti lítt við þeim og þeir telji minningarmörk
dapurleg. Og þeim sé sama um jarðneskar leifar fólks, þær verði að
engu með tímanum. Þeim kann líka að standa á sama um staðar -
anda sem byggist á húsum frá átjándu öld og síðar. En Víkurgarður
er miklu eldri, teygir sig aftur til tímans þegar hér sat enn ættin sem
mun hafa byggt fyrst í Reykjavík. Garðurinn er einn sögulegasti og
merkasti staður landsins. Þarna í garðinum stóð kirkja, vafalítið
þegar á elleftu öld og margar síðar, trúlega á sama stað, hver eftir
aðra, og mætti marka þarna útlínur þeirrar sem stóð síðast, eins og
hún var sem dómkirkja til 1796 (var rifin 1798). Hlýtur að snerta við
flestum Reykvíkingum að hér mun hafa verið hin fyrsta kirkja í
Reykjavík, að hér stóð líklega kirkja í allt að 800 ár og að hér munu
allt að 30 kynslóðir Reykvíkinga vera grafnar. Fyrir þessari sögulegu
arfleifð hljótum við að bera virðingu, sé sagan einhvers virði. Og hér
ríkir staðarandi sem mótaðist á nítjándu öld umhverfis friðsælan
reit. Í garðinum var líka vagga íslenskrar garðræktar og enn eru hér
fagurlimuð tré sem rakin verða til frumkvöðulsins, Schierbecks
landlæknis, og ber að sýna sóma. Og bent er á að á elsta skeiði
byggðar hafi verið hér kuml, heiðin gröf, en niðurstöður rannsókna
liggja ekki fyrir um þetta.60 kannski má tala um stað tvennra trúar-
bragða?
Þessi staður er þrunginn sögu og þeim sem finnst lítið til um
kirkjulega helgi og friðhelgi kirkjugarða stendur kannski ekki á
sama um sögulega helgi. Íslendingar tengja hugtakið „söguleg
helgi“ einna helst við Þingvelli. Þó eru þar ekki neinar áþreifanlegar
minjar frá elstu tíð, en vitundin um sögulega helgi er lifandi. Hún er
svo lifandi að þjóðin kemur þar stundum saman á hátíðum. Þá hitt -
ast þingmenn, hefja sig yfir dægurþras, hugsa stórt og sameinast
um eitthvert þjóðþrifamál. Gætu Reykvíkingar ekki átt sér slíkan
stað? Vissulega er borgin höfuðstaður allra landsmanna eins og sést
17. júní, þegar útvarpað er og sjónvarpað frá Austurvelli. Víkur -
álitamál50
60 Morgunblaðið 12. ágúst 2017, forsíðufrétt og bls. 6.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 50