Saga - 2017, Page 52
garður gæti verið kjörinn staður fyrir sambærilega athöfn 18. ágúst,
á afmælisdegi Reykjavíkur. Þar gætu borgarfulltrúar hafið sig yfir
dægurþras og sameinast um gott og þarft málefni.
Þegar hér er talað um sögulega helgi Víkurgarðs er ekkert skilið
undan; spildan austast við kirkjustræti, þar sem byggt skal hótel, er
talin með. Einsýnt er að hverfa beri frá nýbyggingu á þessum stað
og viðurkenna sögulega helgi staðarins, ef ekki friðhelgi hans.
Gildi menningarminja og verndun
Í spurningum ritstjóra Sögu örlar á þeirri skoðun að friðaðar menn-
ingarminjar séu orðnar ærið margar, eftir gildistöku laganna 1. janú-
ar 2013, og kannski höfuðvandi að vernda þær. Vissulega þarf að
forgangsraða og taka þá fram yfir annað það sem þykir merkilegt og
liggur undir skemmdum. Ég valdi mér til umræðu heldur afmarkað
svið, hús frá skútuöld í kvosinni í Reykjavík og Víkurgarð. Þar
hefur staðið yfir barátta fyrir að varðveita merkar menningarminjar,
einkum hús frá blómaskeiði skútualdar, helsta mótunartíma mið -
bæjarins. Togaraöld tók svo við og hennar sér einkum staði annars
staðar, í myndarlegum steinhúsum frá þriðja áratug tuttugustu
aldar en hún á sér þó góða fulltrúa í miðbænum sem ég sneiddi hjá.
Þessi steinhús, með sínu klassíska útliti, falla jafnan vel að byggð -
inni sem fyrir var. En svo kom módernisminn og vildi líka fá að eiga
heima í miðbænum. Gott og vel, honum mátti kannski koma laglega
fyrir. Slík hógværð hefur ekki fylgt þeirri stefnu, fulltrúar hennar
vildu hvarvetna ryðja burt gömlum timburhúsum, nema kannski
MR og Fríkirkjuvegi 11 og fáeinum öðrum. Firra þótti að halda í
gamla og ryðgaða „bárujárnsdraslið“. Þó sljákkaði í mönnum að
þessu leyti þegar sást hversu vel mátti gera upp slík hús, þau urðu
augnayndi. En gegn þeim var hamast af því að þau gætu frekar
brunnið og þessu hefur auðvitað verið svarað með betri brunavörn-
um. Þá skulu steinhús vera endingarbetri, staðhæfing sem er ekki
rétt, allra síst á tímum alkalískemmda og síðar myglusvepps. Enn
var sagt við húsverndunarfólk, „Þið viljið vernda of mikið“, en ekki
þarf nema rétt að líta á kort til að sjá hversu lítið brot af byggðinni
gömlu timburhúsin eru. Svo var líka sagt: Og hvað á svo að gera við
þessi timburhús, þau nýtast ekki og enginn vill halda þeim við.
Annað hefur komið í ljós; eftirsóknarvert reyndist að eiga gamalt
hús á góðum stað og gera það fallega upp. Og alls kyns starfsemi
þrífst í gömlu húsunum, ekki síst á blómaskeiði ferðamennsku, og
álitamál 51
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 51