Saga - 2017, Side 55
Inngangur
Hinn 29. júlí 1943 var Freyja, 17 ára stúlka úr Reykjavík, færð til yfir-
heyrslu hjá Ungmennaeftirlitinu, stofnun sem komið var á til að
hafa eftirlit með samskiptum stúlkna og erlendra hermanna.2
Tilefnið var að Freyja hafði ítrekað sést með bandarískum hermanni
og var grunuð um að hafa átt samneyti við hann en á þeim tíma var
það túlkað sem lögbrot. Innt eftir því hversu náið samband þeirra
væri svaraði Freyja: „Jeg vil viðurkenna að jeg hafi sofið hjá honum
2 nætur. Það stóð svo á að mig langaði að sofa hjá honum og hann
langaði það líka.“ Þar sem Freyja var talin hafa gerst brotleg við lög
stóð til að draga hana fyrir dóm, en af því varð ekki þar sem hún
féllst á að yfirgefa borgina. Foreldrar hennar vildu koma henni í sem
mesta einangrun og Ungmennaeftirlitið hafði milligöngu um að
koma henni í vist á einni af Breiðafjarðareyjunum.3 Ekki voru allir
skjólstæðingar Ungmennaeftirlitsins jafn kokhraustir og Freyja við
yfirheyrslur. Bæði Þuríður og Anna Sigga vildu frekar ganga í sjóinn
en að mæta til yfirheyrslu og Elísabet neitaði að fara heim að yfir-
heyrslu lokinni því að hún taldi að með yfirheyrslunni hefði hún
glatað mannorðinu.4 Freyja, Þuríður, Anna Sigga og Elísabet, ásamt
hundruðum annarra íslenskra stúlkna og kvenna, voru meðal hinna
alræmdu ástandskvenna.
Fátt var eldfimara á hernámsárunum en sambönd íslenskra
kvenna við erlenda setuliðsmenn, oftast kallað „ástandið“. Ástandið
hefur með tímanum orðið ein helsta táknmynd stríðsáranna á
Íslandi og orðið innblástur að mörgum af vinsælustu leikritum, bók-
um og kvikmyndum þjóðarinnar.5 Það sem gerir ástandsárin eftir-
minnileg er sá tilfinningahiti sem einkenndi umræðuna, þar sem
hafdís erla hafsteinsdóttir54
2 Öll nöfn á skjólstæðingum Ungmennaeftirlitsins og Ungmennadómstóls, sem
koma fyrir í greininni, eru dulnefni.
3 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Sakadómur Reykjavíkur FA9/4, skýrsla frá 29. júlí
1943.
4 ÞÍ. UE. (Ungmennaeftirlitið) C2/2. Nr. 612; ÞÍ. Sakadómur Reykjavíkur FA9/1,
skýrsla frá 28. ágúst 1941.
5 Hér mætti til dæmis nefna, 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson, Eyja-bæk-
ur Einars kárasonar og kvikmyndina Djöflaeyjan sem unnin var úr þeim, bókina
Mávahlátur eftir kristínu Marju Baldursdóttur, sem einnig var kvikmynduð, og
leikritið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson sem er eitt best sótta leikrit sem
Þjóðleikhúsið hefur sett upp.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 54