Saga - 2017, Page 59
í taumana. Samkvæmt Cohen á siðfár sér stað þegar „ástand, atvik,
manneskja eða hópur er skilgreindur sem ógn við félagsleg gildi og
almannahagsmuni.“13 Þegar frávikshegðunin, hópurinn sem hana
stundar og meint ógn hópsins hefur verið skilgreind er hægt að
þrýsta á yfirvöld að bregðast við ógninni. Slík viðbrögð geta til
dæmis verið aukið eftirlit, inngrip lögreglu og hert refsilöggjöf.
Segja má að ákallið um að taka á hegðun Reykjavíkurstúlkna
hafi byrjað strax á hernámsdaginn, 10. maí 1940. Reykjavíkurblöðin,
að Þjóðviljanum undanskildum, voru fljót að lýsa yfir vanþóknun
sinni á framkomu reykvískra stúlkna við setuliðsmenn. Alþýðublaðið
sagði svo frá í dálknum „Afstaða almennings“:
Lögreglan kvartar sérstaklega undan því, að nokkrar stúlkur hafi gerzt
nærgöngular við hermennina, þegar líða tók á daginn. Þetta hefir orðið
þess valdandi, að hermennirnir hafa leyft sér of frjálsa framkomu gagn-
vart konum yfirleitt … Það er óþolandi, ef nokkrar siðlausar stúlkur
verða til þess að gefa hermönnunum ranga hugmynd um íslenzkar
konur. Lögreglan stendur hins vegar illa að vígi til að koma í veg fyrir
slíkt, en vald til þess verður hún að fá og það nú þegar, ef ekki skipast
um til hins betra á annan hátt.14
Í frásögn Morgunblaðsins frá hernámsdeginum segir:
Ekki hafði hið breska herlið verið fyrsta daginn til kvölds hjer í bænum,
án þess að augljóst væri að risið hefði vandamál, sem full vansæmd er
að fyrir Reykjavík. Og það er framferði götudrósanna. Svo freklega
sneru þær sjer að þessum aðkomumönnum, að bæði dátum og bæj-
arbúum ofbauð. Er alveg greinilegt, að ef hjervera hinna erlendu her-
manna verður löng, verður ekki hjá því komist að grípa til ráðstafana
sem áður eru hjer óþekktar, til þess að stemma stigu fyrir ósiðsömu
háttalagi þessa vesalings kvenfólks.15
Í Þjóðviljanum kvað hins vegar við annan tón. Þar var kastljósinu
varpað á hermennina og talið óforsvaranlegt að íslenskar stúlkur
gætu ekki farið ferða sinna án þess að vera áreittar af hermönnum.
Herinn ætti að taka fyrir það skilyrðalaust.16 Líklega lágu stjórn-
málaástæður þessari afstöðu til grundvallar frekar en samúð eða
hafdís erla hafsteinsdóttir58
13 Stanley Cohen, Folk-Devils and Moral Panic. The creation of the Mods and Rockers.
Þriðja útg. (London og New york: Routledge 2002), bls. 1. Þýðing höfundar.
14 „Afstaða almennings“, Alþýðublaðið 11. maí 1940, bls. 4.
15 „Úr daglega lífinu“, Morgunblaðið 12. maí 1940, bls. 6.
16 „Brezkir hermenn áreita íslenzkar stúlkur“, Þjóðviljinn 29. maí 1940, bls. 2.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 58