Saga - 2017, Síða 60
skilningur á aðstæðum Reykjavíkurstúlkna en Þjóðviljinn tók ein-
dregna afstöðu á móti hernáminu.
Þessi blaðaumfjöllun í upphafi hernámsins er um margt áhuga-
verð. Þó að blöðin hafi ekki verið sammála um hvar sökin lægi
virtist vera samkomulag um að við blasti stórt siðferðisvandamál
sem yfirvöldum bæri að taka á sem fyrst. Lengst gekk Morgunblaðið,
sem lagði fram nokkuð ítarlegar tillögur um lausn á þessari sið -
ferðis ógn:
Mönnum hefir dottið í hug að koma því þannig fyrir, að stúlkur þessar
ættu á hættu, að verða svo auðkenndar, að þær af þeim ástæðum bættu
ráð sitt. En slík útilokun úr siðuðu samfélagi samræmist ekki mann -
úðarkröfum nútímans. Best væru þessir aumingjar komnir á afskektan
stað, þar sem vinna og strangur agi kenndi þeim sjálfsvirðing. Þetta
ætti að vera framkvæmanlegt, þar eð hjer er um mjög fámennan hóp
kvenfólks að ræða sem þó nægir til að varpa skugga á ekki stærri bæ
en Reykjavík.17
Hið snemmbúna ákall um að einangra, refsa og útiloka konur sem
ekki þóttu hegða sér siðlega var ekki eingöngu bundið við dægur-
lífsdálka dagblaðanna heldur náði það einnig til stjórnmálamanna.
Jónas Jónsson frá Hriflu, formaður Framsóknarflokksins, tók undir
með þeim sem kölluðu eftir refsingum í grein í Tímanum í vikunni
eftir að Bretar tóku land. Mælti hann með því að „halda þeim
[láglýð] fyrir utan samfélagið“, sem í hans huga voru meðal annars
„hinar illa uppöldu og gálausu konur, sem eru landi og þjóð til mik-
illar minnkunar hvern dag.“18
Cohen og þeir fræðimenn sem hafa unnið frekar með kenningar
hans, líkt og félagsfræðingarnir Erich Goode og Nachman Ben-
yehuda, skýra siðfár með samspili fjögurra afla: fjölmiðla, almenn-
ings, stjórnskipunar og þrýstihópa. Fjölmiðlar gegna veigamiklu
hlutverki við að koma siðfári af stað sem og að viðhalda því. Hlut -
verk fjölmiðla er ekki einungis fréttaflutningur heldur einnig að
koma á framfæri skýrum skilaboðum um hvers konar hegðun teljist
ósiðleg. Á fyrstu stigum siðfárs er hlutverk fjölmiðla sérstaklega
mikilvægt þar sem þeir búa til og breiða út þekkingu og vitneskju
um vandamálið sem samfélagið stendur frammi fyrir. Þeir skil -
greina vandamálið, benda á sökudólga og setja fram tillögur að
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 59
17 „Úr daglega lífinu“, Morgunblaðið 12. maí 1940, bls. 6.
18 Jónas Jónsson, „Hið breytta viðhorf“, Tíminn 16. maí 1940, bls. 207–208.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 59