Saga - 2017, Síða 66
árs 1941. Þá var Jóhönnu fengið það verkefni að gera siðferðisrann-
sókn á ástandinu í Reykjavík. Jóhanna hóf rannsókn sína í mars 1941
og skilaði niðurstöðum í maí sama ár.
Í skjalagögnunum sem voru opnuð 2012 má finna rannsóknar-
gögn Jóhönnu sem lýsa aðferðafræði rannsóknarinnar í smáatriðum.
Rannsóknin fólst aðallega í því að Jóhanna, ásamt tveimur aðstoðar-
mönnum, njósnaði um hagi reykvískra kvenna og skráði niður nöfn
þeirra sem þóttu á einhvern hátt vafasamar. Upplýsingarnar skráði
Jóhanna í sex minnisbækur og nafnatal í stafrófsröð í litla glósubók
sem var nokkurs konar lykill að minnisbókunum. Jóhanna notaði
eina blaðsíðu í minnisbókunum fyrir hverja konu. Fyrst kom fram
fullt nafn, fæðingardagur og ár, heimilisfang og aðrar athugasemdir,
svo sem fjölskylduhagir, at vinna eða annað sem Jóhanna taldi nauð -
synlegar upplýsingar. Síðan komu vitnisburðir um hegðun, klæða -
burð og atferli, sem Jóhanna skráði ásamt aðstoðarmönnum sín-
um.32
Rannsóknargögn Jóhönnu voru afar nærgöngul og persónuleg.
Auðsætt er að hún tók hlutverk sitt alvarlega og vildi draga upp
sem skýrasta mynd af siðferðisástandinu. Spurningar um hvaða
viðmið og mælikvarðar eigi að liggja slíkri rannsókn til grundvallar
virðast ekki hafa komið í huga Jóhönnu. Hún gerði enga tilraun til
að skilgreina nánar hvað átt var við með gildishlöðnum hugtökum
á borð við ósiðsemi, skækjulifnað og lausung eða hvernig þeim
skyldi beitt. Það hefur ef til vill ekki skipt hana höfuðmáli, því að
samkvæmt gildismati hennar var sjálfur dauðinn betri örlög fyrir
íslenskar stúlkur en fang hermanna, eða eins og hún ritaði í Morgun -
blaðið árið 1943: „Foreldrum er bágt að þurfa að fylgja efnilegum
börnum sínum til grafar, en þakkavert sýnist mjer það þó vera, sam-
anborið við þá hörmung, að horfa á þau verða þessari plágu að
bráð.“33 Jóhanna og aðstoðarmenn hennar njósnuðu um og skráðu
niður nöfn rösklega 820 kvenna. Eins og Þór Whitehead hefur bent
á má fullyrða að þetta hafi verið einar umfangsmestu persónu -
njósnir sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi.34
Örfá karlmannsnöfn koma fyrir í gögnunum en annars virðist
rannsókn lögreglunnar á almennu siðferði eingöngu hafa beinst að
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 65
32 ÞÍ. UE. A/1–3.
33 Jóhanna knudsen, „Eigum við að eftirláta hernum stúlkubörnin?“, Morgun -
blaðið 30. desember 1943, bls. 4 og 8, tilv. af bls. 4.
34 Þór Whitehead, „Ástandið og yfirvöldin“, bls. 101 og 131.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 65