Saga - 2017, Blaðsíða 67
konum. Af þeim taldi Jóhanna að um 500 væru í hættulega nánum
kynnum við setuliðið og áætlaði að það væri einungis toppurinn á
ísjakanum.35 Þegar litið er yfir skrá Jóhönnu, og á hverju hún var
byggð, má sjá að ekki þurfti stóra yfirsjón á hinni hálu braut sið -
gæðisins til þess að rata í minnisbækur hennar. Fyrir það fyrsta
gerði hún lítinn mun á ólíkum samskiptum karla og kvenna. Hún
virtist leggja lýsingar á borð við „sést oft með Bretum“, „sást með
hermanni sama kvöldið og þeir komu“ eða „sjeð hana á tali við
Breta fyrir utan Hótel Borg“, að jöfnu við vændi.36 Öðruvísi er erfitt
að útskýra hvernig hún fékk út töluna 500. Enn fremur vílaði hún
ekki fyrir sér að draga ályktanir á borð við „alveg örugglega lauslát“
án þess að rökstyðja það nánar.37 En það er fleira sem vekur athygli
þegar rýnt er í niðurstöður siðferðisrannsóknar Jóhönnu. Þar sem
aðferðafræði rannsóknarinnar var byggð á hugmyndum sem erfitt
var að meta á hlutlægan hátt var hægt að tína til hin ýmsu atriði til
að færa sönnur á að tiltekin stúlka félli röngu megin við línuna, svo
sem hegðun, klæðaburð, snyrtivörur og neysluvenjur. Þegar fjallað
var um hegðun var gripið til gildishlaðinna lýsinga sem báru borg-
aralegu siðferði vitni, til dæmis þegar stúlkur voru sagðar haga sér
kjánalega, fíflalega, vera með mellulæti eða druslulegar til fara. Á
stöku stað var tekið fram hvaða hegðun félli undir slíka flokkun, svo
sem að draga að sér athygli, vinka hermönnum eða viðhafa annað
látbragð sem bar með sér rómantískan eða kynferðislegan áhuga á
hermönnum.38
Andlitsfarði og snyrtivörur voru annað stef í rannsóknargögnum
Jóhönnu en iðulega var tekið fram ef konur og stúlkur báru andlits-
farða. Samspil snyrtivara og hugmynda um fegurð og kynþokka á
tuttugustu öldinni var margslungið. Snyrtivörur voru ekki aðeins
tengdar við hið ögrandi og hið kynferðislega, heldur líka við iðn -
væðingu og vaxandi alþjóðahyggju.39 Hinn lostafulli, móderníski
undirtónn, sem fólst í vörum eins og púðri, naglalakki og varalit,
varð mörgum menntamanninum umhugsunarefni. „Nýja konan“
hafdís erla hafsteinsdóttir66
35 ÞÍ. UE. B 1/25. Bréf Jóhönnu knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944.
36 ÞÍ. UE. A1/4.
37 ÞÍ. UE. A1/1–5.
38 ÞÍ. UE. A1/5.
39 Ólafur Rastrick, Háborgin. Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2013), bls. 75–111.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 66