Saga - 2017, Qupperneq 68
með stutta hárið, vindlingana og síðbuxurnar, var oft til umræðu á
millistríðsárunum og sýndist sitt hverjum.40 Sálfræðingurinn Guð-
mundur Finnbogason velti fyrir sér siðfræðilegum víddum andlits-
farða í grein í Iðunni árið 1923, þar sem hann túlkaði notkun snyrti-
vara sem afneitun á hinu fagra og náttúrulega eðli konunnar og
ályktaði að snyrtivörur væru einungis gríma til að breiða yfir ljót-
leika og úrkynjun. Í greininni rakti Guðmundur uppruna andlits-
farðans til „villimannaþjóða“ og bjó þar með til skýrt menningar-
sögulegt samhengi milli siðmenningar og afneitunar snyrtivara:
Notkun andlitsfarðans hindrar … lífsstörf hörundsins, sem eðlileg feg-
urð sprettur af: hin lifandi fegurð litarhaftsins. Sú fegurð er sönn eign
persónunnar sjálfrar, stafar frá eðli hennar. … Farðinn aftur á móti er
dauður litur, klístraður á hörundið. Hann er í rauninni gríma, sem
hylur það. Hann sýnir annan lit en þann sem undir býr. Hann er
tállitur. Og enginn skyldi ímynda sér, að það sé hættulaus leikur að fara
að falsa útlit sitt. Sannleiksástin er grundvöllur æðstu dygða manns, og
í hverri óspilltri sál er ósjálfráð virðing fyrir því sem ósvikið er, tilfinn-
ing fyrir því að meira er að vera en sýnast, að sýndin er hjóm eitt og
skuggi, ef hún gefur annað í skyn en undir býr. Sá sem ekki þorir að
sýnast það sem hann er, hann flýr sjálfan sig og týnir brátt sjálfum sér
og missir þar með það sem gerir aðra eign dýrmæta.41
Hugmyndir Jóhönnu um siðferði og samspil innra og ytra útlits voru
ekki fjarri því sem Guðmundur lýsti. Litið var á notkun snyrtivara,
sérstaklega áberandi snyrtivara á borð við naglalakk og varalit, sem
staðfestingu á slæmum lifnaðarháttum eða skorti á siðvendni. Til að
undirstrika enn frekar hvernig ástandsstúlkan væri ólík hinni
heiðvirðu stúlku var lýsingum á persónueinkennum eða hegðun á
borð við „frekjuleg“, „orðljót“, „framhleypin“ eða „frökk“ oft skeytt
við lýsingar á stúlkum sem notuðu snyrtivörur og þar með skapað
beint samband milli innri og ytri fegurðar, eins og ein lýsingin ber
vitni um: „Er mikið máluð og hefir leiðinlegt útlit og framkomu“.42
Þetta samband snyrtivara og ósiðsemi átti eftir að fylgja störfum
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 67
40 Lbs.-Hbs. Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir. Nýja konan giftir sig: Reykjavíkur -
stúlkan María Thoroddsen 1920–1930. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla
Íslands 2010, bls. 9–16, http://hdl.handle.net/1946/5062.
41 Guðmundur Finnbogason, „Um andlitsfarða“, Iðunn 8:1–2 (1923), bls. 98–112
og 107–108.
42 ÞÍ. UE. A/2–4.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:53 Page 67