Saga - 2017, Síða 69
Jóhönnu til enda en þegar stúlkur hófu að mæta til yfirheyrslu til
Ungmennaeftirlits var einatt tekið fram í skýrslugjöf hvort og
hversu mikið þær hefðu verið málaðar. Heiti greinarinnar, „Hún var
með eldrauðar varir og neglur en annars ekkert athugaverð í útliti“,
er úr athugasemdum Jóhönnu úr eftirlitsferð til Njarðvíkur árið
1944, skömmu áður en henni var sagt upp störfum.43 Í þessari
ímyndarsköpun ástandsstúlkunnar mátti greina skýrar andstæður.
Öðrum megin stóð hin þjóðlega, fallega, háttprúða og óspillta fjall-
kona en hinum megin stóð hin ögrandi, tælandi gála, galopin fyrir
útlenskum áhrifum og flaggandi falskri fegurð.
Eins og Sigríður Matthíasdóttir og fleiri hafa bent á var staða
íslenskra kvenna innan þjóðríkisins töluvert í umræðunni fyrstu
áratugi tuttugustu aldar. Nokkur togstreita var um ákjósanleg kven-
hlutverk og -ímyndir. Íhaldssömum hugmyndum um konur sem
(hús)mæður, sem gegndu því hlutverki að sinna heimilishaldi og
barnauppeldi í þjóðlegum anda, var hampað á kostnað frjálslyndari
hugmynda, til dæmis um samskonar menntun fyrir pilta og stúlk-
ur.44 Á milli hinna gjörólíku kvenímynda sem voru dregnar upp í
skýrslum lögreglunnar var svo „fallið“, en hugtök á borð við „fall“
eða „hrap“ voru oft notuð til að lýsa spillingaráhrifum ástandsógn-
arinnar. Jóhanna lýsti þessu ferli sem svo í bréfi, sem hún skrifaði
lögreglustjóra á síðustu dögum Ungmennaeftirlitsins: „í skjóli and-
varaleysis … og aðgerðaleysis þyrpast stúlkubörn bæjarins í sí -
stækk andi hópum útí ómenningarfen, sem meiri hluti [svo] þeirra
mun sökkva í, og ef til vill taka jafnframt með sjer alla von um
framtíð og frelsi þessarar þjóðar.“45
Tillögur Jóhönnu til úrbóta eftir siðferðisrannsóknina voru rót-
tækar. Í bréfi til lögreglustjórans, Agnars kofoed-Hansen, í maí 1941
lagði hún til að sjálfræðisaldur ungmenna yrði hækkaður úr 16
árum í 21 ár. Einnig skyldi koma á fót uppeldishæli, því að sá
íslenski siður að setja baldna unglinga í vist á sveitabæjum ætti alls
ekki við hér. „Hermannaveikin“ mætti ekki smitast út í sveitirnar,
sem væru vagga þjóðarinnar.46 Jóhanna hélt alla tíð fast í þá afstöðu
hafdís erla hafsteinsdóttir68
43 ÞÍ. UE. C/2. Nr. 7. Skýrsla frá desember 1944.
44 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi
1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 246–249. Sjá einnig til dæmis
Þorgerður Þorvaldsdóttir, „Af fegurðardísum, ástandskonum og fjallkonum“.
45 ÞÍ. UE. C/1-8. Bréf til lögreglustjóra, sent 16. desember 1944.
46 ÞÍ. UE. Bréfasafn. B/1. Bréf til Agnars kofoed-Hansen, 17. maí 1941.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 68