Saga - 2017, Page 70
sína að vernda bæri sveitirnar fyrir „hættulegum sýkilberum [sem]
dreift [væri] með ærnum kostnaði og fyrirhöfn um byggðir landsins
og helst á bestu heimilin … Þaðan sem helst [væri] að vænta heil-
brigðs blóðs, er varið [gæti] þjóðarlíkamann þeim sjúkdómi sem
hann [væri] nú heltekinn af“, eins og hún skrifaði í bréfi til Einars
Arnórssonar dómsmálaráðherra árið 1943.47 Enn fremur lagði
Jóhanna til að allar stúlkur á aldrinum 12–16 ára yrðu tímabundið
fluttar úr Reykjavík og ferðir og næturrölt telpna stöðvað, „sjerstak-
lega stöður þeirra og gón á ákveðnum götum í bæjunum“.48 Síðast
en ekki síst átti að stofna siðferðis- og leynilögregludeild og breyta
lögreglusamþykkt þannig að hún næði til „bæjarbragar, ef hann
verði svo ómenningarlegur að úr hófi keyri“ og stofna rannsóknar-
stofu í siðferðismálum til að „finna rætur meinsemdar þeirrar, er
virðist nú vera í þann veginn að eitra þjóðlíf Íslendinga.“49
Að magna upp draug
Af þeim þáttum sem saman mynda siðfár hefur verið rætt um
þjóðarskelfinn, sem persónugerir þann vanda sem samfélagið er
talið standa frammi fyrir, og siðapostulann, sem sér um að móta
umgjörðina utan um þjóðarskelfinn og hvetja til aðgerða sem geti
komið yfir hann böndum. Þegar Jóhanna knudsen hafði skilað
niðurstöðum sínum tók við ferli þar sem rannsóknarniðurstöður
hennar, hin beinharða sönnun á umfangi og alvarleika vandans,
gengu á milli áhrifamanna í samfélaginu. Þeir unnu svo áfram með
rannsóknina í þeim tilgangi að finna úrlausn. Þótt Jóhanna hafi haft
gífurleg áhrif á þróun ástandsmála var framsetning vandans og
framkvæmd úrlausna samspil hennar, landlæknis, forsætisráðherra
og nefnda sem skipaðar voru til þess að setja fram raunhæfar úr-
lausnir, byggðar á rannsóknargögnunum.
Vilmundur Jónsson landlæknir gerði tillögur Jóhönnu að sínum
í bréfi til dómsmálaráðherra í júlí 1941, þar sem hann hvatti til þess
að tekið yrði í taumana því þjóðinni væri mikil hætta búin. Land -
læknir varaði við þeirri siðferðislegu upplausn sem við blasti. Í bæn-
um væri vaxandi stétt vændiskvenna en slíkt hefði áður verið
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 69
47 ÞÍ. Stjórnarráð Íslands, I. Skrifstofa. Siðferðisleg vandamál 2286/1942: Db. 16.
Nr. 331. Jóhanna knudsen til dóms- og kirkjumálaráðherra.
48 ÞÍ. UE. Bréfasafn. B/1. Bréf til Agnars kofoed-Hansen, 17. maí 1941.
49 Sama heimild.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 69