Saga - 2017, Page 72
fjölda hinna léttúðugu kvenna mætti því fimmfalda. Blöðin voru
ekki lengi að slá upp fréttum um 2500 portkonur í Reykjavík en þá
bjuggu þar um 40.000 manns.52
Eitt af höfuðeinkennum siðfárs, sem er bundið við hugmyndina
um þjóðarskelfinn, er ósamræmi (e. disproportionality), það þegar frá-
vikshegðunin er blásin upp úr öllu valdi með tölulegum gögnum og
„sönnunum“ sem eru í engu samræmi við raunveruleikann. Það
veldur því að meginþorri almennings telur vandann mun umfangs-
meiri en hann er og þar með er vandinn, forsendur hans og afleið -
ingar, ekki settur í raunhæft samhengi.53 Skjalasafn Ungmenna -
eftirlitsins veitir okkur óvenjunákvæma innsýn inn í þann hluta
siðfársins sem lýtur að ósamræmi. Eins og fram kom í siðferðisrann-
sókn Jóhönnu var hegðun á borð við „sjest oft í hermannafjelags-
skap“ nóg til að komast á lista yfir konur sem voru sagðar á lágu
siðferðisstigi.
Út frá slíkri talningu varð til hugmyndin um hinar 500 konur
sem ættu í of nánum samskiptum við hermenn og landlæknir og
ástandsnefndin tóku upp. Hvorki nefndin né landlæknir virðist hafa
dregið rannsókn Jóhönnu í efa nema síður sé. Lögreglustjóri beit
síðan höfuðið af skömminni með því að telja þetta einungis brot af
vandanum og raunhæfara væri að margfalda með fimm til að fá
raunverulegt umfang vandans. Því má segja að það liggi þráðbeinn
vegur milli kvennanna úr siðferðisrannsókn lögreglunnar, sem voru
til dæmis „alveg örugglega lauslátar“, mikið málaðar eða frakkar í
framkomu, og þeirra 2500 portkvenna sem taldar voru að störfum í
Reykjavík haustið 1941.54 Úrvinnsla og eftirmál siðferðisrannsóknar
Jóhönnu ýktu upp þá ógn sem stafa þótti af frávikshópnum og
gerðu að verkum að unnt var að yfirfæra hana á þjóðfélagið í heild
sinni. Slík úrvinnsla lagði grunninn að því sem nefnt hefur verið
„hörmungahugarfar“ (e. disaster mentality) þar sem ógnin er talin
svo geigvænleg að hún megni að grafa undan grunngildum sam-
félagsins og kollvarpa því.55 Hörmungahugarfarið var áberandi í
íslenskri ástandsumræðu. Líkingar á borð við ginnungagap, glötun
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 71
52 Sjá til dæmis: „Siðferðisástandið í sambandi við setuliðið er ægilegra en nokk-
urn grunaði“, Nýtt dagblað 28. ágúst 1941, bls. 2; „Um 2500 konur í Reykjavík
hafa náin afskipti af setuliðinu“, Verkamaðurinn 30. ágúst 1941, bls. 1.
53 Goode og Ben-yehuda, Moral Panics, bls. 42–44.
54 ÞÍ. UE. A1/1–5; ÞÍ. UE. A/2–4.
55 Goode og Ben-yehuda, Moral Panics, bls. 29.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 71