Saga - 2017, Side 73
eða dauða voru síendurtekin stef í máli landlæknis, forsætisráðherra
og Jóhönnu knudsen, og endurómuðu til dæmis í málflutningi
ástandsnefndarinnar og almennri blaðaumfjöllun.56
Annað einkenni siðfárs, sem tengist hugmyndinni um ósam -
ræmi og falska mynd af óttanum, eru flökkusögur og mýtur sem
eiga að staðfesta hinar ýktu tölur eða sýna fram á að afleiðingar fárs-
ins séu að koma fram.57 Hin íslenska flökkusaga, sem átti að sýna að
tortímingarferlið væri hafið, var um blendingsbarnið, þ.e. barn her-
manns af afrískum uppruna og íslenskrar konu, sem sagt var að
væri nú þegar fætt í Hafnarfirði, á Austfjörðum eða hvar sem var.58
Varla er hægt að minnast á ástandsárin án þess að nefna þann
rasíska undirtón sem einkenndi umræðuna, en eitt af þeim skil -
yrðum sem ríkisstjórn Íslands setti fyrir hervernd Bandaríkjamanna
sumarið 1941 var að hér væru engir hermenn af afrískum upp-
runa.59
Eftir að siðferðisrannsókn Jóhönnu lauk og landlæknir og ástands -
nefndin höfðu unnið úr gögnum hennar og þau verið matreidd í
fjölmiðlum má segja að ímyndin um ástandsstúlkuna sem þjóðar-
skelfi hafi verið fullmótuð. Í rannsókn Jóhönnu hafði verið safnað
saman hugmyndum um óæskilegan kvenleika. Sá kvenleiki var
byggður á frávikshegðun, sem samræmdist ekki gildum og viðmið -
um þjóðernisstefnunnar, og úr rannsókninni og úrvinnslu hennar
skapaðar „áþreifanlegar sannanir“ fyrir umfangi vandans. Land -
læknir, ástandsnefndin og lögreglustjóri sáu svo um að skilgreina
ógnina og hörmungarnar nánar og koma með tillögur að lausn
vand ans.
hafdís erla hafsteinsdóttir72
56 Sjá t.d. Gunnar M. Magnúss. Virkið í norðri II. Þríbýlisárin. 2. útg. (Reykjavík:
Virkið 1984), bls. 9–10; ÞÍ. Skjalasafn landlæknis 1941: Bréf I–IV (1–1). Vanda-
mál í sambandi við setuliðið. Vilmundur Jónsson landlæknir til dómsmála-
ráðu neytisins 11. júlí 1941: „Um saurlifnað í Reykjavík og stúlkubörn á glapstig-
um“; Sjá einnig grein Jónasar Jónssonar, „„Ástandið“ í Reykjavík. Leiðir til
úrbóta“, Tíminn 2. september 1941, bls. 350–351; Jóhanna knudsen, „Eigum við
að eftirláta hernum stúlkubörnin?“, Morgunblaðið 30. desember 1943, bls. 4 og
8; „Setuliðsstjórnin bannar útkomu Þjóðviljans. Þrír starfsmenn Þjóðviljans
fluttir til Bretlands“, Tíminn 29. apríl 1941, bls. 185 og 188, tilv. af bls. 185.
57 Goode og Ben-yehuda, Moral Panics, bls. 108-111.
58 Steindór Steindórsson, Setuliðið og kvenfólkið, bls. 23. Sjá einnig ÞÍ. UE. C/2–11,
skýrsla frá 22. maí 1943.
59 Sjá til dæmis Unnur karlsdóttir, Mannkynbætur. Hugmyndir um bætta kynstofna
hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld. Ritstj. Gunnar karlsson (Reykjavík: Sagn -
fræðistofnun 1998), bls. 106.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 72