Saga - 2017, Page 74
Lög um eftirlit með ungmennum og framkvæmd þeirra
Þegar Bandaríkjamenn tóku við hervernd Íslands sumarið 1941
kvað við annan tón í ávarpi Hermanns Jónassonar forsætisráðherra
til þjóðarinnar en eftir hernám Breta. Í stað þess að tala um hlutleysi
og „kurteisi í hvívetna“60 brýndi hann eftirfarandi fyrir þjóðinni:
[O]f náin sambúð við setuliðið getur verið okkur eins hættuleg og ill
sambúð. Slík sambúð, ef hún gengur of langt, er jafnvel líklegri til að
lama þjóðerniskenndina. Þess vegna verður það að vera markmiðið, að
hafa ekki meiri umgengni við herliðið en brýnasta nauðsyn krefur. Þeir
sem ganga feti framar, haga sér ekki eins og Íslendingum sæmir.
Markmiðið þarf að vera, að efla hinn andlega styrk þjóðarinnar.61
Til að vinna bug á ástandinu samdi Ástandsnefndin uppkast að lög-
um þar sem allt samband kvenna og erlendra setuliðsmanna var
bannað. Í greinargerð með uppkastinu segir að „samneyti íslenzkra
kvenna á kynþroskaskeiði við erlenda setuliðsmenn [sé] svo náið,
að almennri siðgæðistilfinningu og íslenzku þjóðerni stafar af
hætta.“62 Nefndin var hins vegar gagnrýnd fyrir full-harkalega
nálgun og þá augljósu staðreynd að þarna voru ungir, lítt reyndir
karlmenn að hlutast til um málefni kvenna án þess að hafa þær með
í ráðum. Því var skipuð svokölluð „kvennanefnd“ sem átti að vinna
að uppkasti laganna ásamt lögfræðingum. kvennanefndin mildaði
hugmyndir ástandsnefndarinnar töluvert og gerði orðalag þeirra
almennara svo að þau næðu til ungmenna almennt en ekki aðeins
stúlkna.63
Í desember 1941 gáfu forsætis- og dómsmálaráðherra út bráða -
birgðalög, byggð á vinnu ástandsnefndarinnar og kvennanefndar-
innar, en þar var sjálfræðisaldurinn meðal annars hækkaður upp í
20 ár. Þegar Alþingi tók lögin til umfjöllunar var aldurinn lækkaður
í 18 ár og lögin milduð töluvert og voru þau þá komin nokkuð langt
frá upprunalegum hugmyndum Vilmundar og Jóhönnu um full -
kom inn aðskilnað stúlkna og setuliðsmana. Alþingi þótti frum -
„hún var með eldrauðar neglur og varir“ … 73
60 „Ávarp forsætisráðherra til þjóðarinnar í gærkvöldi“, Alþýðublaðið 11. maí
1940, bls. 3.
61 „Setuliðsstjórnin bannar útkomu Þjóðviljans. Þrír starfsmenn Þjóðviljans fluttir
til Bretlands“, Tíminn 29. apríl 1941, bls. 365.
62 ÞÍ. Forsætisráðuneytið, Ý-1, Ýmislegt. 1940–1944. B/464. Ýmislegt, Ý-1-I. Feb.
1940–jan. 1943: Greinargerð ástandsnefndarinnar.
63 Bára Baldursdóttir, „„Þær myndu fegnar skifta um þjóðerni““, bls. 311–312.
Saga haust 2017 _11_(13.11.).qxp_Saga haust 2004 - NOTA 25.10.2017 12:54 Page 73